Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Stafrænt Ísland Forsíða
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Um vefi stofnana

Vefir stofnana eru undirvefir Ísland.is. Þeir eru sérsniðnir að þörfum notenda og hafa það markmið að veita upplýsingar um þjónustuframboð stofnunar.

Stofnanavefir eru fyrir opinberar stofnanir sem vilja hjálpa notendum sínum að komast beint að efninu. Stofnanirnar njóta einnig þeirra kosta og hagræðis sem felst í sameiginlegum tólum og tækjum eins og hönnunarkerfi, efnisstefnu og rekstrarumhverfi Ísland.is.

Stofnanavefirnir nýta hönnunarkerfi Ísland.is til þess að bjóða upp á góða og samræmda upplifun notenda. Það tekur tillit til notenda í tölvu og í síma, og einnig þeirra sem nýta sér aðstoð skjálesara eða notast við upplestur efnis. Auk hönnunarkerfisins liggur efnisstefna Ísland.is til grundvallar þegar stofnanavefir eru útfærðir og upplýsingar um þjónustuna settar fram.

Efni stofnanavefja er aðgengilegt öllum notendum Ísland.is í gegnum leit og leiðakerfi vefsins. Þetta stuðlar að því markmiði að notendur þurfi ekki að rekja sig á milli vefsíðna mismunandi ríkisstofnana heldur komist beint að því efni sem þeir leita að hverju sinni. 

Vefir stofnana - kynningarmyndband

Vefir stofnana, stafræna spjallið - myndband