Vefir stofnana
Vefir stofnana eru undirvefir Ísland.is. Þeir eru sérsniðnir að þörfum notenda og hafa það markmið að veita upplýsingar um þjónustuframboð stofnunar.
Efnisyfirlit
Stofnanavefir eru fyrir opinberar stofnanir sem vilja hjálpa notendum sínum að komast beint að efninu. Stofnanirnar njóta einnig þeirra kosta og hagræðis sem felst í sameiginlegum tólum og tækjum eins og hönnunarkerfi, efnisstefnu og rekstrarumhverfi Ísland.is.
Stofnanavefirnir nýta hönnunarkerfi Ísland.is til þess að bjóða upp á góða og samræmda upplifun notenda. Það tekur tillit til notenda í tölvu og í síma, og einnig þeirra sem nýta sér aðstoð skjálesara eða notast við upplestur efnis. Auk hönnunarkerfisins liggur efnisstefna Ísland.is til grundvallar þegar stofnanavefir eru útfærðir og upplýsingar um þjónustuna settar fram.
Efni stofnanavefja er aðgengilegt öllum notendum Ísland.is í gegnum leit og leiðakerfi vefsins. Þetta stuðlar að því markmiði að notendur þurfi ekki að rekja sig á milli vefsíðna mismunandi ríkisstofnana heldur komist beint að því efni sem þeir leita að hverju sinni.
Vefir stofnana - kynningarmyndband
Vefir stofnana, stafræna spjallið - myndband
Þjónustuvefur
Stofnunum býðst einnig að setja upp sérstakan þjónustuvef þar sem öllum helstu spurningum notenda er svarað á einum stað. Vefsvæðið raðast upp eftir tölfræði og gegnir notandinn því í lykilhlutverki.
Dæmi um þjónustusiður:
Spjallmenni
Spjallmennið Askur svarar notendum allan sólahringinn.
Með þjónustuvef og spjallmenni getur stofnun fækkað fyrirspurnum sem berast til þjónustuvers verulega.
einfaldar fólki leiðina að þeim upplýsingum sem leitað er að. Vefsvæðið raðast upp eftir algengustu spurningum notenda og notandinn því í lykilhlutverki.
Spjallmennið Askur hefur verið virkjaður á Ísland.is og leysir nú þegar hátt hlutfall algengra fyrirspurna þrátt fyrir að vera enn í þróun.
Efnisstefna
Tilgangur efnisstefnunnar er að tryggja að allir sem koma að efnisvinnu fyrir Ísland.is vinni í takt til að hámarka gæði efnis og leiðakerfis fyrir notendur vefsins. Slíkt mun einfalda líf bæði notenda og starfsfólks stofnana sem sér um að veita þjónustuna.
Góður upplýsingavefur þarf að uppfylla þrjú skilyrði fyrir notendur:
Upplýsingarnar þurfa að vera á vefnum
Fólk þarf að finna þær
Fólk þarf að skilja þær
Hönnunarkerfi
Hönnunarkerfi Ísland.is auðveldar okkur að setja nýja þjónustu í loftið á stuttum tíma auk þess að einfalda rekstur og viðhald stafrænnar þjónustu hins opinbera til muna.
Kerfið er opið öllum sem vilja skoða.
Ávinningur fyrir stofnun
Getur einblínt á skilgreint hlutverk
Aðgengi að vefsvæði þar sem efnis- og aðgengismál eru fyrsta flokks
Þarf ekki að huga að reglulegri uppfærslu og rekstri bakendakerfis eða standa kostnað af því
Tungumálastuðningur
Er áfram eigandi efnis og þjónustu
Spjallmenni sem eykur þjónustu og fækkar fyrirspurnum
Þjónustusíða sem eykur þjónustu og fækkar fyrirspurnum
Hagræði sem felst í því að hafa aðgang að nútíma bakenda- og vefumsjónarkerfum Ísland.is
Hvað þarf stofnun að gera?
Senda inn umsókn um samstarf á Stafrænt Ísland með upplýsingum um tæknilegan tengilið
Tilgreina vefstjóra
Endurskoða eigin efni út frá efnisstefnu Ísland.is
Standa skil á notendavænu efni á íslensku og ensku
Hvert er hlutverk Stafræns Íslands?
Styður við stofnun í skipulagi og efnisvinnslu
Styður við hönnun og uppsetningu á framenda
Sér um rekstur og viðhald vefumsjónarkerfis
Rekur vefinn í nútíma hýsingarumhverfi
Tæknilegar upplýsingar
Hýsing er í rekstrarumhverfi Ísland.is í AWS
Útgáfustýring og þróunar- og prófanaumhverfi hjá Ísland.is
Vefumsjón í veflægu umsjónarkerfi Contentful CMS
Uppitími og viðbrögð við frávikum samkvæmt ferlum Ísland.is
Skilmálar
Þjónustuskilmálar Stafræns Íslands um vefi stofnanna, auk tengdra samninga og viðauka, mynda samkomulag þjónustuveitanda og þjónustuþega um þjónustuna. Með því að nota þjónustuna samþykkir þjónustuþegi skilmálana.