Útlendingastofnun afgreiðir umsóknir um dvalarleyfi, íslenskan ríkisborgararétt, alþjóðlega vernd og vegabréfsáritanir. Hjá stofnuninni eru einnig teknar ákvarðanir varðandi heimild útlendinga til dvalar á landinu, gefin út ferðaskilríki fyrir flóttamenn og vegabréf fyrir útlendinga.
Upplýsingar fyrir Úkraínska ríkisborgara
Úkraínskir ríkisborgarar og fjölskyldumeðlimir þeirra eiga rétt á vernd vegna fjöldaflótta á Íslandi.
Staða mála og afgreiðslutími
Það að umsókn hafi verið tekin til vinnslu þýðir að hún sé komin inn á borð til sérfræðings, sem kannar hvort umsækjandi uppfylli skilyrði.
Tölfræði
Fjöldi innkominna og afgreiddra umsókna um dvalarleyfi, íslenskan ríkisborgararétt og alþjóðlega vernd.