Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Útlendingastofnun Forsíða
Útlendingastofnun Forsíða

Útlendingastofnun

Upplýsingar varðandi Venesúela

9. janúar 2026

Útlendingastofnun hafa borist fyrirspurnir um áhrif ástandsins í Venesúela á Venesúelabúa sem eru staddir á Íslandi. Útlendingastofnun fylgist með ástandinu og mun birta uppfærðar upplýsingar ef þörf er á.

Útlendingar sem geta ekki, vegna aflýsts flugs, snúið heim áður en dvalarleyfi, vegabréfsáritun eða heimild til 90 daga dvalar án áritunar rennur út verða annað hvort að breyta flugmiðanum sínum eða kaupa nýjan miða.

Ef þú getur ekki yfirgefið Ísland áður en leyfið, áritunin eða heimild þín til 90 daga dvalar án áritunar rennur út, gæti þér verið vísað frá landinu eða neitað um inngöngu eða dvöl. Þú verður að eiga gögn sem sýna að það var ekki mögulegt fyrir þig að finna aðra leið til að komast heim. Þú þarft að leggja þessi gögn fram ef mál um brottvísun eða synjun á dvöl er tekið upp þegar þú yfirgefur Ísland. Þú þarft einnig á þeim að halda ef þú sækir síðar um vegabréfsáritun til að koma til Íslands.

Þú átt ekki að senda þessi gögn til Útlendingastofnunar núna og þú þarft ekki að hafa samband við okkur. Útlendingastofnun getur ekki staðfest að þér sé heimilt að vera áfram á Íslandi. Ef mál um brottvísun eða synjun á dvöl er tekið upp, verður tekið tillit til þess að þú reyndir að yfirgefa Ísland á réttum tíma — en þú verður að geta sýnt fram á það með gögnum.