Fara beint í efnið

Afgreiðslugjald

Greiða þarf gjald vegna afgreiðslu umsóknar um dvalarleyfi, ríkisborgararétt og vegabréfsáritun.

Gjaldið er ekki endurgreitt eftir að umsókn hefur verið lögð inn. Fjárhæð gjalds er ákvörðuð í lögum um aukatekjur ríkissjóðs.

Stafrænar umsóknir á netinu

Ef sótt er um með stafrænni umsókn á netinu er greitt fyrir umsóknina í síðasta skrefi stafræna umsóknarferlisins.

Ekki greiða fyrir stafrænar umsóknir með millifærslu.

Þetta á við um stafrænar umsóknir um íslenskan ríkisborgararétt, ótímabundið dvalarleyfi og endurnýjun dvalarleyfis.

Umsóknir á pappír

Fyrir umsóknir sem lagðar eru inn á pappírsformi er nauðsynlegt að greiða með millifærslu í banka og þarf greiðslukvittun að fylgja umsókninni til staðfestingar.

Ógreidd umsókn verður endursend umsækjanda.

Umsóknum á pappír má skila í þar til gerðan póstkassa í anddyri Útlendingastofnunar að Dalvegi 18 eða með því að senda umsókn í bréfpósti á sama heimilisfang.

Útlendingastofnun (sjá á korti)
Dalvegi 18
201 Kópavogi

Einnig er hægt að leggja inn umsókn og greiða fyrir í afgreiðslu Útlendingastofnunar eða hjá embættum sýslumanna utan höfuðborgarsvæðisins.

Leiðbeiningar fyrir greiðslu afgreiðslugjalds með millifærslu

  • Greiða þarf fyrir pappírsumsókn áður en hún er póstlögð.

  • Greiðslukvittun verður að fylgja með pappírsumsókn, að öðrum kosti er hún endursend í almennum pósti. Sama á við um umsókn sem ekki hefur verið greitt fyrir að fullu.

  • Fæðingardagur og nafn umsækjanda þurfa að koma fram í skýringu með millifærslu.

  • Gera þarf ráð fyrir greiðsluþóknun erlendra banka þegar greiðsla fer fram fyrir milligöngu banka sem ekki eru með starfstöð á Íslandi.

  • Ekki greiða fyrir stafrænar umsóknir með millifærslu. Greiðsla fyrir slíkar umsóknir er framkvæmd í síðasta skrefi stafræna umsóknarferlisins.

Innlend greiðsla

Reikningsnúmer: 0515-26-410424
Kennitala Útlendingastofnunar: 670269-6399

Erlend greiðsla

IBAN: IS05 0515 26 410424 670269 6399
SWIFT CODE: GLITISRE
Nafn banka: Íslandsbanki hf.
Staðsetning banka: Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík

Gjaldskrá