Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Dvalarleyfi vegna atvinnu

Dvalarleyfi vegna atvinnu

Dvalarleyfi vegna atvinnu er fyrir fólk sem vill dvelja á Íslandi vegna þess að það hefur fengið vinnu hér á landi. 

Þú getur sótt um dvalarleyfi á grundvelli atvinnu

  • vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar

  • vegna skorts á starfsfólki

  • fyrir íþróttafólk

  • fyrir sérhæfða starfsmenn á grundvelli samstarfs- eða þjónustusamnings

Umsókn

Umsóknir þarf að leggja fram í frumriti á pappír.

Þeim má skila í þar til gerðan póstkassa í anddyri Útlendingastofnunar eða með því að senda umsókn í bréfpósti. Áður en það er gert er nauðsynlegt að greiða fyrir umsókn með millifærslu í banka og þarf greiðslukvittun að fylgja umsókn til staðfestingar, sjá upplýsingar um greiðslu afgreiðslugjalds.

Útlendingastofnun (sjá á korti)
Dalvegi 18
201 Kópavogi
Ísland

Einnig er hægt að leggja inn umsókn og greiða fyrir í afgreiðslu Útlendingastofnunar eða hjá embættum sýslumanna utan höfuðborgarsvæðisins.

Kostnaður

  • Afgreiðslugjald er 80.000 krónur. Ekki er lengur í boði að greiða þjónustugjald fyrir flýtimeðferð.

  • Ógreidd umsókn verður endursend umsækjanda.

  • Afgreiðslugjald er ekki endurgreitt þótt umsækjandi hætti við umsókn.

Afgreiðslutími

Hægt er að fylgjast með því hvaða umsóknir hafa verið teknar til vinnslu á síðunni staða mála og afgreiðslutími dvalarleyfa.

Dvöl á landinu meðan sótt er um

Lög

Dvalarleyfið er veitt á grundvelli 61. til 64. greinar laga um útlendinga.

Dvalarleyfi vegna atvinnu

Þjónustuaðili

Útlend­inga­stofnun