Dvalarleyfi vegna atvinnu er fyrir fólk sem vill dvelja á Íslandi vegna þess að það hefur fengið vinnu hér á landi.
Þú getur sótt um dvalarleyfi á grundvelli atvinnu
vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar
vegna skorts á starfsfólki
fyrir íþróttafólk
fyrir sérhæfða starfsmenn á grundvelli samstarfs- eða þjónustusamnings
Umsókn
Umsóknir þarf að leggja fram í frumriti á pappír.
Þeim má skila í þar til gerðan póstkassa í anddyri Útlendingastofnunar eða með því að senda umsókn í bréfpósti. Áður en það er gert er nauðsynlegt að greiða fyrir umsókn með millifærslu í banka og þarf greiðslukvittun að fylgja umsókn til staðfestingar, sjá upplýsingar um greiðslu afgreiðslugjalds.
Útlendingastofnun (sjá á korti) Dalvegi 18 201 Kópavogi Ísland
Einnig er hægt að leggja inn umsókn og greiða fyrir í afgreiðslu Útlendingastofnunar eða hjá embættum sýslumanna utan höfuðborgarsvæðisins.
Kostnaður
Afgreiðslugjald er 80.000 krónur. Ekki er lengur í boði að greiða þjónustugjald fyrir flýtimeðferð.
Ógreidd umsókn verður endursend umsækjanda.
Afgreiðslugjald er ekki endurgreitt þótt umsækjandi hætti við umsókn.
Umsækjandi um dvalarleyfi á grundvelli atvinnu vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar má vera staddur á landinu þegar umsókn er lögð fram og á meðan hún er í vinnslu svo lengi sem viðkomandi er í lögmætri dvöl.
Lögmæt dvöl þýðir að áritunarskyldur einstaklingur hafi áritun í gildi og að einstaklingur sem er undanþeginn áritunarskyldu sé ekki búinn að dvelja lengur en 90 daga á Schengen-svæðinu á síðastliðnum 180 dögum.
Dvöl verður ólögmæt þegar sá tími sem umsækjandi hefur til dvalar á grundvelli áritunarfrelsis eða útgefinnar áritunar er útrunninn. Verði dvöl umsækjanda ólögmæt verður umsókn synjað nema ríkar sanngirnisástæður eigi við.
Áritunarskyldir einstaklingar mega hvorki vera staddir á landinu þegar sótt er um dvalarleyfi á grundvelli atvinnu vegna skorts á starfsfólki ná á meðan umsóknin er til vinnslu, þrátt fyrir að vera með gilda áritun. Slíkri umsókn verður synjað nema ríkar sanngirnisástæður eigi við.
Umsækjendur sem ekki eru áritunarskyldir mega vera staddir á landinu þegar umsókn er lögð fram og á meðan hún er til vinnslu, svo lengi sem dvöl þeirra á Schengen-svæðinu fer ekki yfir 90 daga á síðastliðnu 180 daga tímabili. Dvöl í öðrum Schengen-ríkjum er talin jafngilda dvöl hér á landi.
Dvöl verður ólögmæt þegar sá tími sem umsækjandi hefur til dvalar á grundvelli áritunarfrelsis er útrunninn. Verði dvöl ólögmæt verður umsókn umsækjanda synjað nema ríkar sanngirnisástæður eigi við.
Umsækjandi um dvalarleyfi á grundvelli atvinnu fyrir íþróttafólk má vera staddur á landinu þegar umsókn er lögð fram og á meðan hún er í vinnslu svo lengi sem viðkomandi er í lögmætri dvöl.
Lögmæt dvöl þýðir að áritunarskyldur einstaklingur hafi áritun í gildi og að einstaklingur sem er undanþeginn áritunarskyldu sé ekki búinn að dvelja lengur en 90 daga á Schengen-svæðinu á síðastliðnum 180 dögum.
Dvöl verður ólögmæt þegar sá tími sem umsækjandi hefur til dvalar á grundvelli áritunarfrelsis eða útgefinnar áritunar er útrunninn. Verði dvöl umsækjanda ólögmæt verður umsókn synjað nema ríkar sanngirnisástæður eigi við.
Umsækjandi um dvalarleyfi á grundvelli atvinnu fyrir sérhæfða starfsmenn á grundvelli samstarfs- eða þjónustusamnings má vera staddur á landinu þegar umsókn er lögð fram og á meðan hún er í vinnslu svo lengi sem viðkomandi er í lögmætri dvöl.
Lögmæt dvöl þýðir að áritunarskyldur einstaklingur hafi áritun í gildi og að einstaklingur sem er undanþeginn áritunarskyldu sé ekki búinn að dvelja lengur en 90 daga á Schengen-svæðinu á síðastliðnum 180 dögum.
Dvöl verður ólögmæt þegar sá tími sem umsækjandi hefur til dvalar á grundvelli áritunarfrelsis eða útgefinnar áritunar er útrunninn. Verði dvöl umsækjanda ólögmæt verður umsókn synjað nema ríkar sanngirnisástæður eigi við.