Fara beint í efnið

Ef þú vilt heimsækja Ísland í styttri tíma en 90 daga og ert frá landi utan EES/EFTA gætir þú þurft að sækja um vegabréfsáritun.

Ísland er aðili að Schengen-samstarfinu. Það er samstarf 26 ríkja sem miðar að því að tryggja frjálsa för fólks yfir landamæri aðildarríkjanna.

Samræmd vegabréfsáritun er gefin út af öllum Schengen-ríkjunum og gildir hún til ferða um allt svæðið. Ef þú hefur þegar fengið útgefna Schengen-áritun þarftu ekki að sækja sérstaklega um áritun til að ferðast til Íslands.

Þjónustuaðili

Útlend­inga­stofnun