Fara beint í efnið

Innflytjendamál

Þarft þú vegabréfsáritun?

Áritunarskyldir við gegnumferð (transit)

Samkvæmt reglum Schengen-samstarfsins þýðir gegnumferð aðeins

gegnumferð úr flugi frá ríki utan Schengen-svæðisins
um flughöfn innan Schengen-svæðisins
og áfram til annars ríkis utan Schengen-svæðisins

Dæmi um gegnumferð:

Einstaklingur sem ferðast frá New York til London með millilendingu á Keflavíkurflugvelli er í gegnumferð og þarf vegabréfsáritun til gegnumferðar um flughöfn til að millilenda á Íslandi, í samræmi við skilyrðin sem tilgreind eru hér að neðan.

Dæmi sem er ekki gegnumferð:

Einstaklingur sem ferðast frá New York til Keflavíkur og áfram til Berlínar (eða annars flugvallar á Schengen-svæðinu) er ekki í gegnumferð í merkingu Schengen-reglnanna. Sá einstaklingur mun koma inn á Schengen-svæðið á Íslandi og þarf því að fá útgefna Schengen-áritun fyrir komuna til Íslands.

Ríkisborgarar eftirtalinna ríkja þurfa vegabréfsáritun

Þetta gildir hvort sem þú skiptir um flugvél á Íslandi eða ekki.

 • Afganistan

 • Bangladess

 • Austur-Kongó

 • Erítrea

 • Eþíópía

 • Gana

 • Íran

 • Írak

 • Nígería

 • Pakistan

 • Sómalía

 • Srí Lanka

Ef þú ert ríkisborgari einhvers ofantalinna ríkja og handhafi einhvers eftirtalinna dvalarleyfa þarftu ekki vegabréfsáritun

 • Handhafar dvalarleyfa sem gefin eru út í Schengen-ríki.

 • Handhafar eftirtalinna dvalarleyfa sem gefin eru út í:

  • Bretlandi
   - Leave to remain in the United Kingdom for an indefinite period
   - Certificate of entitlement to the right of abode

  • Írlandi
   - Residence Permit ásamt re-entry visa

  • Liechtenstein
   - Livret pour étranger B
   - Livret pour étranger C

 • Handhafar eftirtalinna dvalarleyfa sem gefin eru út í eftirtöldum ríkjum og viðkomandi hefur heimild til endurkomu til dvalarríkisins:

  • Andorra
   - Tarjeta provisional de estancia y de trabajo (dvalar- og atvinnuleyfi til bráðabirgða) (hvítt). Slíkt leyfi er veitt launþegum í árstíðabundinni vinnu, gildistími fer eftir lengd ráðningar-tímans en er þó bundinn við sex mánuði að hámarki. Leyfið er ekki hægt að endurnýja.
   - Tarjeta provisional de estancia y de trabajo (dvalar- og atvinnuleyfi) (hvítt). Leyfið er gefið út til sex mánaða og heimilt er að endurnýja það til eins árs til viðbótar.
   - Tarjeta de estancia (dvalarleyfi) (hvítt). Leyfið er gefið út til sex mánaða og heimilt er að endurnýja það til eins árs til viðbótar.
   - Tarjeta temporal de residencia (tímabundið dvalarleyfi) (bleikt). Leyfið er gefið út til eins árs og heimilt er að endurnýja það tvisvar, til eins árs í hvort skipti.
   - Tarjeta ordinaria de residencia (almennt dvalarleyfi) (gult). Leyfið er gefið út til þriggja ára og heimilt er að endurnýja það til þriggja ára til viðbótar.
   - Tarjeta privilegiada de residencia (sérstakt dvalarleyfi) (grænt). Leyfið er gefið út til fimm ára og heimilt er að endurnýja það, til fimm ára í senn.
   - Autorización de residencia (dvalarheimild) (græn). Heimildin er gefin út til eins árs og heimilt er að endurnýja hana, til þriggja ára í senn.
   - Autorización temporal de residencia y de trabajo (tímabundin dvalar- og atvinnuheimild) (bleik). Heimildin er gefin út til tveggja ára og heimilt er að endurnýja hana til tveggja ára til viðbótar.
   - Autorización ordinaria de residencia y de trabajo (almenn dvalar- og atvinnuheimild) (gul). Heimildin er gefin út til fimm ára.
   - Autorización privilegiada de residencia y de trabajo (sérstök dvalar- og atvinnuheimild) (græn). Heimildin er gefin út til tíu ára og heimilt er að endurnýja hana, til tíu ára í senn.

 • Kanada

  - Permanent resident card (búsetuleyfi) (plastkort).

 • Japan

  - Re-entry permit to Japan (leyfi til endurkomu til Japans).

 • San Marinó

  - Permesso di soggiorno ordinario (validità illimitata)(almennt dvalarleyfi (óbundinn gildistími)).

  - Permesso di soggiorno continuativo speciale (validità illimitata)(sérstakt dvalarleyfi (óbundinn gildistími)).

  - Carta d’identità de San Marino (validità illimitata)(persónuskilríki frá San Marínó (óbundinn gildistími)).

 • Bandaríkin

  - Form I-551 Alien registration receipt card (gildistími 2-10 ár).

  - Form I-551 Alien registration receipt card (óbundinn gildistími).

  - Form I-327 Re-entry document (gildistími 2 ár – gefið út fyrir handhafa I-551).

  - Resident alien card (gildistími 2 eða 10 ár eða óbundinn. Þessi skilríki eru aðeins fullnægjandi ef handhafi þeirra hefur ekki dvalið utan Bandaríkjanna lengur en eitt ár).

  - Permit to re-enter (gildistími 2 ár. Þessi skilríki heimila endurkomu handhafa því aðeins hann hafi ekki dvalið utan Bandaríkjanna lengur en tvö ár).

  - Valid temporary residence stamp in a valid passport

  (gildistími eitt ár frá útgáfudegi).

Athugið að handhafar bandarískra og kanadískra ferðaskilríkja fyrir flóttamenn eru undanþegnir áritunarskyldu í sumum aðildarríkjum Schengen-samstarfsins en ekki öllum.

Handhafar slíkra ferðaskilríkja þurfa Schengen-áritun til að ferðast gegnum Ísland, jafnvel þótt þeir yfirgefi ekki flugvöllinn, ef þeir eru ríkisborgarar ríkja sem eru á lista yfir þau ríki sem þurfa áritun til Íslands.

Upplýsingarnar á þessari síðu eru í samræmi við viðauka 4 og 5 við reglugerð um vegabréfsáritanir nr. 1160/2010.

Þjónustuaðili

Útlend­inga­stofnun