Fara beint í efnið

Staða mála og afgreiðslutími

Verið er að taka til vinnslu umsóknir sem bárust stofnuninni í þeim mánuði sem er tiltekinn í töflunni hér að neðan. Umsóknir sem bárust síðar en í þeim mánuði sem tiltekinn er bíða þess að verða teknar til vinnslu.

Umsóknir í vinnslu - uppfært 2. apríl 2024

Þegar umsókn hefur verið tekin til vinnslu þýðir það að hún sé komin til sérfræðings, sem kannar hvort umsækjandi uppfylli skilyrði dvalarleyfis. Ef umsókn er ófullnægjandi eða ef gögn vantar, hefur stofnunin samband við umsækjanda eða umboðsmann hans. Í sumum tilfellum aflar Útlendingastofnun gagna til viðbótar þeim sem umsækjandi leggur fram, til dæmis hjá lögreglu- og/eða skattayfirvöldum. Af þeim sökum getur liðið einhver tími frá því að umsókn er tekin til vinnslu þar til Útlendingastofnun hefur samband við umsækjanda.

Ef umsókn þín bíður þess að verða tekin til vinnslu, fást ekki frekari upplýsingar varðandi umsóknina í síma, tölvupósti eða netspjalli.

Námsmenn

Frestur til að sækja um dvalarleyfi vegna náms er 1. júní fyrir haustönn og 1. nóvember fyrir vorönn ár hvert.

Umsóknir um námsmannaleyfi, sem berast með fullnægjandi gögnum innan frests, verða afgreiddar áður en skólahald hefst.

Afgreiðslutími umsókna um dvalarleyfi

Afgreiðslutími umsókna um fyrstu dvalarleyfi er breytilegur eftir fjölda umsókna sem stofnuninni berast og getur verið allt að 8 - 10 mánuðir.

Stærstur hluti umsókna um endurnýjanir er afgreiddur innan þriggja mánaða, sjá stöðu í töflu hér að ofan. Það tekur þó alltaf lengri tíma að afgreiða umsóknir sem þarfnast frekari vinnslu til að unnt sé að meta hvort umsækjandi uppfylli skilyrði dvalarleyfis, til dæmis ef gögn eru metin ófullnægjandi eða gögn vantar.

Afgreiðslutíminn getur lengst ef:

  • umsókn hefur ekki verið fyllt út nægilega vel,

  • kalla þarf eftir frekari gögnum,

  • kalla þarf umsækjanda í viðtal eða

  • umsækjandi hefur óskað eftir undanþágu frá skilyrðum dvalarleyfis.

Þótt umsókn hafi ekki verið afgreidd innan tímaviðmiða er ekki ástæða til að hafa samband við Útlendingastofnun. Stofnunin hefur sjálf samband við umsækjanda eða umboðsmann ef umsókn er ófullnægjandi eða ef frekari gögn vantar.