Fara beint í efnið

Útlendingastofnun: Staða umsókna, beiðni um gögn og afgreiðslugjald

Hver er staðan á dvalarleyfisumsókninni minni?

Þú getur fylgst með því hvaða umsóknir er verið að taka til vinnslu á upplýsingasíðu um stöðu mála og afgreiðslutíma.

Þegar umsókn hefur verið tekin til vinnslu þýðir það að hún sé komin til sérfræðings, sem kannar hvort umsækjandi uppfylli skilyrði dvalarleyfis. Ef umsókn er ófullnægjandi eða ef gögn vantar, hefur stofnunin samband við þig eða umboðsmann þinn. Í sumum tilfellum aflar Útlendingastofnun gagna til viðbótar þeim sem umsækjandi leggur fram, til dæmis hjá lögreglu- og/eða skattayfirvöldum. Af þeim sökum getur liðið einhver tími frá því að umsókn er tekin til vinnslu þar til Útlendingastofnun hefur samband við þig.

Ef umsókn þín bíður þess að verða tekin til vinnslu, fást ekki frekari upplýsingar varðandi umsóknina í síma, tölvupósti eða netspjalli.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

Útlendingastofnun

Þjónustuver

Afgreiðslan er opin 9 - 14 alla virka daga Þjónustuverið er opið mán - fim: 9 - 14 & fös 9 - 12

Dalvegur 18, 201 Kópavogi (sjá kort)

Netspjall

Sendu okkur línu

Sími +354 444 0900