Útlendingastofnun: Staða umsókna, beiðni um gögn og afgreiðslugjald
Þarf ég að nota eyðublaðið ykkar til að veita umboð?
Nei, þú þarft ekki að nota umboðseyðublað Útlendingastofnunar. Þér er frjálst að nota hvers konar skjal til að veita öðrum einstaklingi umboð til að koma fram fyrir þína hönd gagnvart Útlendingastofnun.
Þú þarft þó að tryggja að skjalið innihaldi allar nauðsynlegar upplýsingar, svo sem:
Hver veitir umboðið (umsækjandi),
hver fær umboðið (umboðsmaður),
hvaða öryggistölu skuli nota í samskiptum við Útlendingastofnun,
undirskrift þess sem veitir umboðið, sem og
undirskriftir tveggja votta að réttri undirskrift umsækjanda.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?