Útlendingastofnun: Staða umsókna, beiðni um gögn og afgreiðslugjald
Hvað kostar endurnýjun dvalarleyfis og hvernig borga ég?
Gjald fyrir umsókn um endurnýjun dvalarleyfis er mishátt eftir tegund leyfis sem sótt er um, sjá upplýsingar í gjaldskrá.
Þegar sótt er um endurnýjun með stafrænni umsókn er afgreiðslugjaldið greitt í síðasta skrefi ferlisins. Ekki skal greiða fyrir stafræna umsókn með millifærslu.
Ef þú leggur fram umsókn á pappírsformi, er nauðsynlegt að greiða með millifærslu í banka og þarf greiðslukvittun að fylgja umsókninni til staðfestingar.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?