Útlendingastofnun: Staða umsókna, beiðni um gögn og afgreiðslugjald
Ég lagði óvart of mikið inn á reikning Útlendingastofnunar, get ég fengið endurgreitt?
Já þú getur fengið endurgreitt ef þú lagðir of mikið inn á reikning Útlendingastofnunar.
Þú sendir okkur erindi með eftirfarandi upplýsingum:
Nafn þitt og kennitala/fæðingardagur.
Reikningsupplýsingar þínar, til þess að Útlendingastofnun geti endurgreitt.
Greiðslukvittun þar sem fram kemur hver greiddi, hvers vegna, hve mikið og hvenær.
Nafn og kennitala/fæðingardagur þess sem greitt var fyrir (ef þú greiddir ekki fyrir þig).
Ástæða endurgreiðslu.
Ef þú hefur lagt inn á reikning Útlendingastofnunar af erlendum bankareikning er kostnaður við endurgreiðslu dreginn frá upphæðinni.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?