Heimilt er að framlengja gildistíma útgefinnar vegabréfsáritunar og/eða lengd dvalartíma sem hún heimilar, ef gildistími hennar er styttri en 90 dagar. Ekki er hægt að sækja um framlengingu áritunar sem gefin var út í 90 daga.
Almennt er ekki heimilt að framlengja áritun lengur en svo að dvölin verði lengri en 90 dagar á 180 daga tímabili.
Skilyrði
Til að sækja um framlengingu þarf handhafi áritunar að sýna fram á:
Óviðráðanlegar aðstæður eða mannúðarástæður sem koma í veg fyrir að handhafi áritunarinnar geti yfirgefið Schengen-svæðið áður en gildistími áritunarinnar eða dvalartíminn sem hún heimilar rennur út.
Mikilvægar persónulegar aðstæður sem réttlæta framlengingu á gildistíma eða dvalartíma.
Umsókn
Umsóknum er aðeins hægt að skila á pappírsformi, annað hvort í þar til gerðan skilakassa í anddyri Útlendingastofnunar að Dalvegi 18 í Kópavogi eða með því að senda umsókn í bréfpósti á sama heimilisfang.
Útlendingastofnun (sjá á korti)
Dalvegi 18
201 Kópavogi
Umsókn skal vera í frumriti, vel útfyllt og undirrituð af umsækjanda.
Kostnaður
Ekkert gjald er tekið fyrir framlengingu áritunar vegna óviðráðanlegra aðstæðna eða mannúðarástæðna.
Gjald fyrir framlengingu áritunar af mikilvægum persónulegum ástæðum er 4.600 kr.
Fylgigögn með umsókn um framlengingu
Ljósrit af vegabréfi.
Ljósrit af gildandi áritun.
Ferðasjúkratrygging.
Bréf til rökstuðnings beiðninni.
Læknisvottorð, ef við á
Þjónustuaðili
Útlendingastofnun