Fara beint í efnið

Ótímabundið dvalarleyfi

Ótímabundið dvalarleyfi

Sótt er um ótímabundið dvalarleyfi með stafrænni umsókn á netinu. Greiða verður fyrir umsóknina í síðasta skrefi umsóknarferilsins til þess að geta sent hana inn.

Nauðsynlegt er að vera með rafræn skilríki til að fylla út umsóknina, sjá upplýsingar um afgreiðslustaði rafrænna skilríkja.

Ekki þarf að klára umsóknina í einni lotu, hægt er að gera hlé á útfyllingu og halda áfram þegar hentar innan næstu 60 daga.

Áður en sótt er um

Nauðsynlegt er að þú byrjir á að kynna þér

Athugið að aðstandendur EES/EFTA-borgara öðlast rétt til ótímabundinnar dvalar á Íslandi án þess að sækja um ótímabundið dvalarleyfi.

Ef þú hefur þegar fengið útgefið ótímabundið dvalarleyfi þarftu ekki að sækja um aftur þótt gildistími dvalarleyfiskortsins renni út, sjá nánar í réttindi og skyldur.

Umsóknarfrestur

Þú þarft að sækja um ótímabundið dvalarleyfi áður en núverandi dvalarleyfi rennur út.

Þú átt ekki rétt á ótímabundnu dvalarleyfi ef þú sækir um það án þess að vera með dvalarleyfi í gildi. Slíkri umsókn verður synjað. Á þeim tímapunkti er hægt að leggja fram nýja umsókn um fyrsta dvalarleyfi en ekki er víst að þú megir vera á landinu þegar sú umsókn er lögð fram og á meðan hún er til vinnslu.

Afgreiðslutími

Afgreiðslutími umsóknar um ótímabundið dvalarleyfi er mikið lengri en afgreiðslutími endurnýjunar. Hægt er að fylgjast með því hvaða umsóknir hafa verið teknar til vinnslu á síðunni staða mála og afgreiðslutími dvalarleyfa.

Ekki er hægt að segja með vissu hvenær umsókn um ótímabundið dvalarleyfi verður afgreidd eða hvort leyfið verði veitt eða því synjað. Það er umsækjanda fyrir bestu að hafa gilt dvalarleyfi þangað til umsókn um ótímabundið dvalarleyfi hefur verið afgreidd, jafnvel þótt það þýði að sækja þurfi um endurnýjun dvalarleyfis á sama tíma eða eftir að sótt hefur verið um ótímabundið dvalarleyfi.

Kostnaður

Afgreiðslugjald er 22.000 krónur

Greiða þarf fyrir umsóknina í síðasta skrefi stafræna umsóknarferlisins til þess að geta sent inn umsóknina. Ekki greiða fyrir stafræna umsókn með millifærslu.

Lög og reglugerðir

Ótímabundið dvalarleyfi er veitt á grundvelli 58. greinar laga um útlendinga.
Sjá einnig reglugerð um útlendinga, nr. 540/2017.

Ótímabundið dvalarleyfi

Þjónustuaðili

Útlend­inga­stofnun