Fara beint í efnið

Dvalarréttur breskra ríkisborgara og aðstandenda þeirra

Ótímabundinn dvalarréttur

Ótímabundinn dvalarréttur fyrir Breta með skráðan dvalarrétt fyrir 1. janúar 2021

Breskir ríkisborgarar, sem höfðu skráðan dvalarrétt á Íslandi fyrir 1. janúar 2021, öðlast rétt til ótímabundinnar dvalar hér á landi þegar þeir hafa dvalist löglega í landinu samfellt í minnst fimm ár.

Sama rétt eiga aðstandendur breskra ríkisborgara sem höfðu dvalarrétt hér fyrir 1. janúar 2021

  • ef aðstandendurnir höfðu sjálfir skráðan dvalarrétt á Íslandi fyrir 1. janúar 2021,

  • ef aðstandendurnir komu til landsins eftir 1. janúar 2021 á grundvelli fjölskyldutengsla sem mynduðust fyrir þann tíma,

  • sem og börn í þeirra forsjá sem fæddust eða voru ættleidd eftir 1. janúar 2021

þegar þau hafa dvalist löglega á landinu samfellt í minnst fimm ár.

Samfelld dvöl

Eftirfarandi telst ekki rof á samfelldri dvöl:

  • dvöl erlendis í skemmri tíma en samtals sex mánuði á ári,

  • dvöl erlendis vegna herþjónustu eða

  • dvöl í eitt skipti að hámarki í eitt ár af ríkum ástæðum, svo sem vegna meðgöngu, fæðingar, alvarlegra veikinda, náms eða starfsnáms eða starfa sem viðkomandi er sendur til í öðru landi.

Réttur til ótímabundinnar dvalar fellur niður dveljist viðkomandi utan landsins lengur en í fimm ár samfellt.

Kostnaður

Ekki þarf að greiða fyrir umsókn. Þeir sem óska eftir nýju dvalarleyfiskorti þurfa þó að greiða 4.800 kr.  

Fylgigögn

Til skráningar á rétti til ótímabundinnar dvalar þarf að leggja fram umsókn um ótímabundinn dvalarrétt og ljósrit af síðum vegabréfs með persónuupplýsingum og undirskrift.

Þjónustuaðili

Útlend­inga­stofnun