Fara beint í efnið

Dvalarréttur aðstandenda EES/EFTA-borgara

Dvalarskírteini fyrir aðstandanda EES/EFTA-borgara

Nánasti aðstandandi EES/EFTA-borgara, sem ekki er EES/EFTA-borgari sjálfur, hefur heimild til að dvelja á Íslandi ef dvöl hans byggir á rétti EES/EFTA-borgara sem hefur dvalarrétt hér á landi.

Vilji aðstandandi EES/EFTA-borgara dvelja lengur en þrjá mánuði á landinu, ber honum að sækja um dvalarskírteini til Útlendingastofnunar.

Nánustu aðstandendur EES/EFTA-borgara

  • Maki (hjúskaparmaki og sambúðarmaki)

  • Afkomendur í beinan ættlegg, það eru börn eða barnabörn EES/EFTA-borgarans eða maka hans, sem eru yngri en 21 árs eða á þeirra framfæri

  • Ættingjar í beinan legg af eldri kynslóð, það eru foreldrar og ömmur og afar EES/EFTA-borgarans eða maka hans, sem eru á framfæri þeirra

Aðstandendur námsmanna
Aðeins maka og börnum eða ungmennum yngri en 21 árs er heimilt að dvelja hér á landi sem aðstandendur EES/EFTA-borgara sem hefur dvalarrétt hér sem námsmaður.

EES/EFTA-borgarar

EES/EFTA-borgarar eru ríkisborgarar: Austurríkis, Belgíu, Búlgaríu, Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Frakklands, Grikklands, Hollands, Írlands, Ítalíu, Króatíu, Kýpur, Lettlands, Liechtenstein, Litháen, Lúxemborgar, Möltu, Noregs, Portúgals, Póllands, Rúmeníu, Spánar, Slóvakíu, Slóveníu, Sviss, Svíþjóðar, Tékklands, Ungverjalands og Þýskalands.

Ríkisborgarar þessara ríkja mega dvelja og starfa á Íslandi án sérstaks leyfis í allt að þrjá mánuði frá komu til landsins eða allt að sex mánuði ef tíminn er ætlaður til atvinnuleitar. Ef EES/EFTA-borgari hyggst dvelja lengur en þrjá mánuði ber honum að skrá sig hjá Þjóðskrá Íslands.

Umsókn

Umsóknir er aðeins hægt að leggja fram á pappírsformi.

Þeim má skila í þar til gerðan póstkassa í anddyri Útlendingastofnunar eða með því að senda umsókn í bréfpósti.

Útlendingastofnun (sjá á korti)
Dalvegi 18
201 Kópavogi
Ísland

Einnig er hægt að leggja inn umsókn og greiða fyrir í afgreiðslu Útlendingastofnunar eða hjá embættum sýslumanna utan höfuðborgarsvæðisins.

Kostnaður

Ekki þarf að greiða afgreiðslugjald fyrir umsókn um dvalarlskírteini fyrir aðstandanda EES/EFTA-borgara.

Staðfesting á umsókn

Umsækjandi sem lagt hefur fram umsókn um dvalarskírteini sem aðstandandi EES/EFTA-borgara getur óskað eftir staðfestingu á að umsókn hafi verið lögð fram með því að hafa samband við Útlendingastofnun.

Dvalarskírteini fyrir aðstandanda EES/EFTA-borgara

Þjónustuaðili

Útlend­inga­stofnun