Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Skráning EES/EFTA-borgara í Þjóðskrá

Skráning EES- eða EFTA-borgara

Ríkisborgarar ríkja á EES- og EFTA-svæðinu þurfa að fylla út umsókn ef dvöl þeirra á Íslandi er til lengri tíma en þriggja mánaða. Umsóknin er bæði beiðni um lögheimilisskráningu og umsókn um íslenska kennitölu.

Umsóknin á við um ríkisborgara frá: Austurríki, Belgíu, Búlgaríu, Eistlandi, Frakklandi, Grikklandi, Hollandi, Írlandi, Ítalíu, Króatíu, Kýpur, Lettlandi, Liechtenstein, Litháen, Lúxemborg, Möltu, Portúgal, Póllandi, Rúmeníu, Spáni, Slóvakíu, Slóveníu, Sviss, Tékklandi, Ungverjalandi og Þýskalandi.

Ef þú ert norrænn ríkisborgari frá: Danmörku (þar á meðal Færeyjar, Grænland og Álandseyjar), Finnlandi, Noregi eða Svíþjóð skaltu notast við eftirfarandi síðu: Ég er norrænn ríkisborgari.

Almennur afgreiðslutími er allt að 10 virkir dagar eftir að öllum gögnum hefur verið skilað inn.

Skráning EES- eða EFTA-borgara

Þjónustuaðili

Þjóð­skrá