Dvalarréttur aðstandenda EES/EFTA-borgara
Réttindi og skyldur
Gildistími dvalarskírteinis fyrir aðstandanda EES/EFTA-borgara er fimm ár frá útgáfudegi eða jafnlangur dvalartíma EES/EFTA-borgarans ef hann er styttri en fimm ár.
Skírteinið fellur úr gildi ef viðkomandi dvelst utan landsins lengur en í sex mánuði á ári nema sérstakar ástæður séu fyrir hendi.
Réttur til að vinna á meðan umsókn er í vinnslu
Hjúskaparmakar EES/EFTA-borgara mega byrja að vinna um leið og umsókn um dvalarskírteini hefur verið lögð fram.
Eftir að hjúskaparmaki EES/EFTA-borgara hefur fengið vinnu er mögulegt að sækja um kerfiskennitölu til Skattsins til að geta stofnað bankareikning:
Umsóknin þarf að vera undirrituð bæði af umsækjanda og launagreiðanda.
Umsækjandi þarf að koma með umsóknina ásamt vegabréfi/ferðaskilríki í afgreiðslu Skattsins.
Sambúðarmakar EES/EFTA-borgara mega byrja að vinna um leið og umsókn um dvalarskírteini hefur verið lögð fram en þeir geta ekki sótt um kerfiskennitölu til Skattsins.
Réttur til að vinna eftir útgáfu dvalarskírteinis
Aðstandendur EES/EFTA-borgara mega vinna án atvinnuleyfis á Íslandi.
Réttur til ótímabundinnar dvalar
Eftir fimm ára samfellda löglega búsetu á Íslandi öðlast aðstandandi EES/EFTA-borgara ótímabundinn dvalarrétt hér á landi.
Þjónustuaðili
Útlendingastofnun