Fara beint í efnið

Dvalarréttur breskra ríkisborgara og aðstandenda þeirra

Bretar búsettir á Íslandi frá því fyrir Brexit

Breskir ríkisborgarar, sem höfðu skráðan dvalarrétt á Íslandi fyrir 1. janúar 2021, halda sama rétti til að búa og starfa á Íslandi og þeir höfðu fyrir Brexit á meðan þeir eru áfram búsettir hér.

Dvalarleyfiskort

Útlendingastofnun gefur út dvalarleyfiskort fyrir breska ríkisborgara sem höfðu dvalarrétt á Íslandi fyrir 1. janúar 2021. Dvalarleyfiskort staðfestir dvalarrétt þinn og sýnir að dvöl þín á Íslandi sé lögleg og að þú megir vinna hér.

Þegar þú ferðast ættir þú að hafa dvalarleyfiskort meðferðis, auk gilds vegabréfs, til að staðfesta að þú hafir rétt til að koma til Íslands.

Til að fá dvalarleyfiskort þarf einungis að panta tíma í myndatöku. Ekki gleyma að hafa vegabréfið með þér.

Fjölskyldusameining

Breskir ríkisborgarar, sem höfðu skráðan dvalarrétt á Íslandi fyrir 1. janúar 2021, halda þeim rétti til fjölskyldusameiningar sem þeir höfðu samkvæmt EES-löggjöfinni, sjá upplýsingar um dvalarrétt aðstandanda EES/EFTA-borgara.

Rétturinn nær til

  • maka, barna og barnabarna, á framfæri þínu eða maka þíns, og foreldra og afa og amma, á framfæri þínu eða maka þíns, að því tilskildu að fjölskyldutengsl hafi myndast fyrir lok aðlögunartímabilsins 31. desember 2020

  • barna þinna, sem eru fædd eða ættleidd eftir 1. janúar 2021, ef þú hefur forsjá þeirra.

Ef þú giftir þig eftir 1. janúar 2021 getur þú sótt um dvalarleyfi fyrir maka þinn.

Bretar sem vilja flytja eða ferðast til Íslands

Breskir ríkisborgarar, sem ekki hafa haft skráðan dvalarrétt á Íslandi frá því fyrir 1. janúar 2021, verða að sækja um dvalarleyfi ef þeir vilja dvelja á Íslandi lengur en í 90 daga.

Að búa og starfa á Íslandi

Breskir ríkisborgarar, sem vilja flytja til Íslands vegna vinnu, náms eða til að búa með fjölskyldumeðlimum sem ekki hafa haft dvalarrétt frá því fyrir 1. janúar 2021, verða að sækja um dvalarleyfi eins og aðrir ríkisborgarar utan EES/EFTA.

Vinsamlegast kynnið ykkur hvaða leyfi eru í boði og þær kröfur sem þarf að uppfylla.

Aðeins er hægt að vinna á Íslandi án dvalar- og atvinnuleyfis ef þú fellur undir undanþágu frá atvinnuleyfi vegna skammtímavinnu (minna en 3 mánuðir). Vinsamlega kynnið ykkur upplýsingar um slíkar undanþágur á heimasíðu Vinnumálastofnunar.

Koma til Íslands

Breskir ríkisborgarar þurfa ekki vegabréfsáritun til að ferðast til Íslands eða annarra landa á Schengen-svæðinu. Þeir mega dvelja á Schengen-svæðinu í allt að 90 daga samanlagt á hverju 180 daga tímabili.

Þjónustuaðili

Útlend­inga­stofnun