Dvalarleyfi fyrir maka er fyrir einstakling sem vill flytja til Íslands til að búa með maka sínum sem hefur dvalarrétt hér á landi. Leyfið má veita á grundvelli hjónabands eða sambúðar. Orðið maki nær bæði yfir hjúskaparmaka og sambúðarmaka.
Þeim má skila í þar til gerðan póstkassa í anddyri Útlendingastofnunar eða með því að senda umsókn í bréfpósti. Áður en það er gert er nauðsynlegt að greiða fyrir umsókn með millifærslu í banka og þarf greiðslukvittun að fylgja umsókn til staðfestingar, sjá upplýsingar um greiðslu afgreiðslugjalds.
Útlendingastofnun (sjá á korti) Dalvegi 18 201 Kópavogi Ísland
Einnig er hægt að leggja inn umsókn og greiða fyrir í afgreiðslu Útlendingastofnunar eða hjá embættum sýslumanna utan höfuðborgarsvæðisins.
Útlendingur undanþeginn áritunarskyldu, sem sækir um dvalarleyfi sem maki, má almennt dvelja á Íslandi meðan umsóknin er til meðferðar hjá Útlendingastofnun, ef umsókn er lögð fram í lögmætri dvöl hér á landi. Þetta gildir þó ekki ef maki umsækjanda hefur dvalarleyfi á grundvelli náms eða samstarfssamnings/þjónustusamnings. Í slíkum tilvikum er umsækjanda ekki heimilt að dvelja á landinu lengur en áritunarfrelsið varir, það er ekki lengur en 90 daga á síðastliðnu 180 daga tímabili, nema ríkar sanngirnisástæður eigi við.
Ef umsókn er lögð fram í ólögmætri dvöl kann henni að vera hafnað, nema ríkar sanngirnisástæður mæli gegn því. Þá þarf umsækjandi að leggja fram greinargerð þess efnis samhliða umsókn um dvalarleyfi og óska eftir heimild til dvalar vegna ríkra sanngirnisástæðna.
Umsækjandi um alþjóðlega vernd, sem sækir um dvalarleyfi sem maki, telst hafa áform um að dveljast hér á landi umfram 90 daga. Hann þarf því að leggja fram beiðni um heimild til dvalar ásamt greinargerð varðandi ríkar sanngirnisástæður samhliða umsókn um dvalarleyfi.
Útlendingastofnun vekur athygli á því að það er lögregla sem hefur eftirlit og umsjón með landamærum Íslands. Útlendingur þarf að uppfylla skilyrði fyrir landgöngu svo sem að framvísa skilríkjum, geta sýnt fram á að hafa fullnægjandi framfærslu og að vera að ferðast í tilgangi sem samræmist lögum.
Almennt skal áritunarskyldur útlendingur sækja um dvalarleyfi sem maki áður en hann kemur til Íslands og ekki ferðast hingað á meðan umsóknin er til meðferðar hjá Útlendingastofnun. Ef umsókn um dvalarleyfi er samþykkt, er gefin út vegabréfsáritun fyrir viðkomandi fyrir tilstilli íslenskra stjórnvalda.
Áritunarskyldur útlendingur má þó leggja fram umsókn um dvalarleyfi sem maki sé hann staddur á Íslandi á grundvelli gildrar vegabréfsáritunar. Þá má hann einnig dvelja á landinu meðan umsóknin er til meðferðar hjá Útlendingastofnun. Án gildrar vegabréfsáritunar er umsóknin lögð fram í ólögmætri dvöl og kann að vera hafnað, nema ríkar sanngirnisástæður mæli gegn því. Þá þarf umsækjandi að leggja fram greinargerð þess efnis samhliða umsókn um dvalarleyfi og óska eftir heimild til dvalar vegna ríkra sanngirnisástæðna.
Umsækjandi um alþjóðlega vernd, sem sækir um dvalarleyfi sem maki, telst hafa áform um að dveljast hér á landi umfram 90 daga. Hann þarf því að leggja fram beiðni um heimild til dvalar ásamt greinargerð varðandi ríkar sanngirnisástæður samhliða umsókn um dvalarleyfi.
Útlendingastofnun vekur athygli á því að það er lögregla sem hefur eftirlit og umsjón með landamærum Íslands. Útlendingur þarf að uppfylla skilyrði fyrir landgöngu svo sem að framvísa skilríkjum, geta sýnt fram á að hafa fullnægjandi framfærslu og að vera að ferðast í tilgangi sem samræmist lögum.