Fara beint í efnið

Dvalarleyfi fyrir maka

Dvalarleyfi fyrir maka

Skilyrði


Allir umsækjendur um dvalarleyfi þurfa 

  • að geta sannað á sér deili með vegabréfi, sem er gilt í 90 daga umfram gildistíma dvalarleyfis sem sótt er um,

  • að gefa réttar upplýsingar um tilgang dvalarinnar á Íslandi

  • að uppfylla eftirfarandi grunnskilyrði


Sérstök skilyrði fyrir umsækjendur um dvalarleyfi fyrir maka

  • Þú varst 18 ára eða eldri þegar þú gekkst í hjónaband eða hófst sambúð.

  • Þú ert í hjúskap eða sambúð með einstaklingi sem er búsettur á Íslandi og uppfyllir skilyrðin hér að neðan.

  • Ef þú ert í sambúð er skilyrði að þú hafir búið með maka þínum í að minnsta kosti eitt ár áður en þú sækir um.

  • Þú munt hafa fasta búsetu á sama stað og maki þinn.

  • Hjúskapurinn uppfyllir skilyrði til skráningar samkvæmt lögheimilislögum.

  • Það má ekki brjóta í bága við forsendur dvalar­leyfis maka þíns hér á landi að veita þér dvalarleyfi.


Skilyrði sem maki þinn þarf að uppfylla

  • Maki þinn þarf að vera samþykkur því að þú fáir útgefið dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldutengsla ykkar.


Synjunarástæður

Dvalarleyfi fyrir maka

Þjónustuaðili

Útlend­inga­stofnun