Fara beint í efnið

Dvalarleyfi fyrir maka

Dvalarleyfi fyrir maka

Réttindi og skyldur

  • Dvalarleyfi fyrir maka er að jafnaði veitt til eins árs í senn en að hámarki í tvö ár.

    • Ef leyfið er veitt á grundvelli fjölskyldusameiningar við handhafa tímabundins dvalarleyfis getur það þó aldrei gilt lengur en dvalarleyfi þess einstaklings.

  • Dveljist handhafi leyfisins lengur en þrjá mánuði samfellt erlendis getur dvalarleyfið verið fellt niður. Dvalarleyfi útlendings fellur sjálfkrafa niður þegar lögheimili hans, sem skráð var hér á landi, hefur verið skráð erlendis í þrjá mánuði.

Réttur til endurnýjunar leyfis

  • Dvalarleyfið má endurnýja að hámarki í tvö ár, séu skilyrði leyfis enn uppfyllt, en þó getur leyfið aldrei gilt lengur en leyfi þess sem umsækjandi leiðir rétt sinn af.

  • Þrátt fyrir að dvalarleyfi hafi fallið niður er hægt að sækja um endurnýjun á dvalarleyfi, ef það er gert innan gildistíma fyrra dvalarleyfis og sanngirnisástæður mæla með því.

Réttur til fjölskyldusameiningar

Réttur til að vinna á meðan umsókn er í vinnslu

  • Aðeins hjúskaparmakar íslenskra ríkisborgara mega byrja að vinna um leið og umsókn um dvalarleyfi fyrir maka hefur verið lögð fram og greidd. Sambúðarmakar íslenskra ríkisborgara sem og makar erlendra ríkisborgara mega ekki byrja að vinna fyrr en dvalarleyfi hefur verið veitt. 

  • Eftir að hjúskaparmaki íslensks ríkisborgara hefur fengið vinnu er mögulegt að sækja um kerfiskennitölu til Skattsins til að geta stofnað bankareikning:

    • Umsóknin þarf að vera undirrituð bæði af umsækjanda og launagreiðanda.

    • Umsækjandi þarf að koma með umsóknina ásamt vegabréfi/ferðaskilríki í afgreiðslu Skattsins.

Réttur til að vinna eftir að dvalarleyfi hefur verið veitt

  • Makar íslenskra ríkisborgara og erlendra ríkisborgara með dvalarleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar mega vinna án atvinnuleyfis hér á landi.

  • Makar erlendra ríkisborgara, annarra en þeirra með dvalarleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar, þurfa að sækja sérstaklega um atvinnuleyfi til að mega stunda vinnu hér á landi.

    • Þeim er ekki heimilt að byrja að vinna fyrr en dvalar- og atvinnuleyfi hefur verið veitt.

    • Þeim er ekki heimilt að vinna fyrir annan atvinnurekanda en þann sem atvinnuleyfið var veitt til.

Réttur til ótímabundins dvalarleyfis

  • Dvalarleyfið getur verið grundvöllur ótímabundins dvalarleyfis.

    • Athugið að eitt af skilyrðum ótímabundins dvalarleyfis er að hafa ekki hafa dvalist meira en 90 daga erlendis samtals á hverju ári á gildistíma dvalarleyfis, talið frá útgáfudegi leyfis.

Réttindi við skilnað, andlát eða heimilisofbeldi af hálfu maka

Dvalarleyfi fyrir maka

Þjónustuaðili

Útlend­inga­stofnun