Fara beint í efnið

Dvalarleyfi vegna vinnudvalar fyrir ungt fólk

Umsókn um dvalarleyfi

Dvalarleyfi vegna vinnudvalar ungs fólks er veitt á grundvelli sérstakra samninga Íslands við

  • Andorra

  • Bretland

  • Japan og

  • Kanada.

Umsókn

Umsóknir er aðeins hægt að leggja fram á pappírsformi.

Þeim má skila í þar til gerðan póstkassa í anddyri Útlendingastofnunar eða með því að senda umsókn í bréfpósti. Áður en það er gert er nauðsynlegt að greiða fyrir umsókn með millifærslu í banka og þarf greiðslukvittun að fylgja umsókn til staðfestingar, sjá upplýsingar um greiðslu afgreiðslugjalds.

Útlendingastofnun (sjá á korti)
Dalvegi 18
201 Kópavogi
Ísland

Einnig er hægt að leggja inn umsókn og greiða fyrir í afgreiðslu Útlendingastofnunar eða hjá embættum sýslumanna utan höfuðborgarsvæðisins.

Kostnaður

Afgreiðslugjald er 16.000 krónur fyrir umsækjendur frá Andorra, Bretlandi og Kanada. Ógreidd umsókn verður endursend umsækjanda. Afgreiðslugjald er ekki endurgreitt þótt umsækjandi hætti við umsókn.

Umsækjendur frá Japan þurfa ekki að greiða afgreiðslugjald fyrir umsókn um dvalarleyfi vegna vinnudvalar fyrir ungt fólk.

Dvöl á landinu meðan sótt er um

Ríkisborgarar Andorra, Bretlands, Japan og Kanada eru undanþegnir áritunarskyldu og mega því vera staddir á landinu þegar umsókn er lögð fram og á meðan hún er til vinnslu, svo lengi sem dvöl á Schengen-svæðinu fer ekki yfir 90 daga á síðastliðnu 180 daga tímabili. Fari dvöl fram yfir þann tíma stöðvast vinnsla umsóknar þar til umsækjandi hefur farið af landi brott og lagt fram brottfararspjald því til sönnunar.

Lög

Dvalarleyfi vegna vinnudvalar fyrir ungt fólk er veitt á grundvelli 66. greinar laga um útlendinga.

Umsókn um dvalarleyfi

Þjónustuaðili

Útlend­inga­stofnun