Fara beint í efnið

Dvalarleyfi vegna vinnudvalar fyrir ungt fólk

Umsókn um dvalarleyfi

Réttindi og skyldur

  • Dvalarleyfi vegna vinnudvalar er að hámarki veitt til eins árs.

  • Dveljist handhafi leyfisins lengur en þrjá mánuði samfellt erlendis getur dvalarleyfið verið fellt niður. Dvalarleyfi útlendings fellur sjálfkrafa niður þegar lögheimili hans, sem skráð var hér á landi, hefur verið skráð erlendis í þrjá mánuði.

Réttur til endurnýjunar leyfis

  • Ríkisborgarar Androrra, Bretlands, Chile og Kanada geta endurnýjað leyfið um allt að eitt ár.

  • Japanskir ríkisborgarar geta ekki endurnýjað leyfið.

Réttur til fjölskyldusameiningar

  • Dvalarleyfið veitir ekki rétt til fjölskyldusameiningar.

Réttur til að vinna

  • Dvalarleyfi vegna vinnudvalar fylgir óbundið atvinnuleyfi, það þýðir að handhafi þess getur unnið og skipt um vinnu án þess að sækja um atvinnuleyfi, meðan á dvölinni stendur.

Réttur til ótímabundins dvalarleyfis

Umsókn um dvalarleyfi

Þjónustuaðili

Útlend­inga­stofnun