Fara beint í efnið

Innflytjendamál

Rafræn umsókn um ríkisborgararétt

Velkomin á rafræna umsóknarsíðu um íslenskan ríkisborgarétt fyrir fullorðna.

Þú getur einungis sótt um rafrænt ef:

 • Þú ert 18 ára eða eldri,

 • ert handhafi ótímabundins dvalarleyfis (áður búsetuleyfi) eða ert undanþegin(n) skyldu til að hafa dvalarleyfi og

 • uppfyllir eitt af eftirfarandi búsetuskilyrðum:

  • Þú hefur átt lögheimili á Íslandi síðastliðin 7 ár.

  • Þú ert í hjúskap með íslenskum ríkisborgara og hefur átt lögheimili á Íslandi síðastliðin
   4 ár frá giftingu. (ATH. sá sem þú ert í hjúskap með þarf að hafa verið íslenskur ríkisborgari í að lágmarki 5 ár.)

  • Þú ert í skráðri sambúð með íslenskum ríkisborgara og hefur átt lögheimili á Íslandi síðastliðin 5 ár frá skráningu sambúðar. (ATH. sá sem þú ert í skráðri sambúð með þarf að hafa verið íslenskur ríkisborgari í að lágmarki 5 ár.)

  • Þú ert barn íslensks ríkisborgara og hefur átt lögheimili á Íslandi síðastliðin 2 ár. (ATH. foreldri þitt þarf að hafa verið íslenskur ríkisborgari í að lágmarki 5 ár.)

  • Þú ert ríkisborgari Norðurlanda og hefur átt lögheimili á Íslandi síðastliðin 4 ár.

  • Þú ert flóttamaður eða með dvalarleyfi af mannúðarástæðum og hefur átt lögheimili á
   Íslandi síðastliðin 5 ár eftir að hafa fengið stöðu sem flóttamaður eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum.

  • Þú ert ríkisfangslaus einstaklingur samkvæmt ákvæðum laga um útlendinga og hefur
   átt lögheimili á Íslandi síðastliðin 5 ár.

  • Þú ert fyrrum íslenskur ríkisborgari og hefur átt lögheimili á Íslandi síðastliðið 1 ár. Þú misstir íslenskt ríkisfang vegna umsóknar og veitingar erlends ríkisfangs.

Ákveðnum einstaklingum nægir að senda inn tilkynningu eða beiðni í stað umsóknar um íslenskan ríkisborgararétt og því er mikilvægt að þú kynnir þér vel í hvaða flokk ríkisborgaraumsókna þú fellur.

Nánari upplýsingar um tegundir umsókna er að finna á vef Útlendingastofnunar.

Gögn sem þurfa að fylgja umsókn

Áður en þú hefst handa við að fylla út umsókn þarftu að kynna þér vel þær gagnakröfur sem eru gerðar til umsókna um íslenskan ríkisborgararétt. Ekki er hægt að klára umsókn nema afrit af öllum umbeðnum gögnum fylgi með rafrænt á pdf sniði.

Hér fyrir neðan er að finna gagnakröfur til ríkisborgaraumsókna. Í einhverjum tilfellum verður óskað eftir að þú leggir inn gögn til Útlendingastofnunar. Nánari upplýsingar um gagnakröfur hvers og eins er að finna hér.

Gögn sem allir umsækjendur þurfa að skila:

 • Afrit vegabréfs.

 • Fæðingarvottorð og þýðing löggilds skjalaþýðanda ef við á.

 • Erlend sakavottorð og þýðing löggilds skjalaþýðanda ef við á.

 • Vottorð um að hafa staðist íslenskupróf eða staðfesting á að vera undanþegin.

 • Staðgreiðsluyfirlit launa frá Ríkisskattstjóra fyrir a.m.k. síðustu 12 mánuði eða önnur staðfesting á framfærslu.

 • Vottorð frá sveitarfélagi varðandi framfærslustyrk sl. þrjú ár (ekki eldra en 30 daga gamalt þegar umsókn er skilað).

 • Skattframtöl síðustu þriggja ára.

Maki íslensks ríkisborgara

Ef þú sækir um á grundvelli þess að vera maki íslensks ríkisborgara þarftu einnig að skila staðfestingu þess með því að skila inn eftirfarandi gögnum:

 • Hjúskaparvottorð eða sambúðarvottorð og þýðing löggilds skjalaþýðanda ef við á.

Börn yngri en 18 ára

Ef þú sækir einnig um fyrir barn/börn þín sem eru yngri en 18 ára þarftu að skila eftirfarandi gögnum ef við á:

 • Afrit úr vegabréfi barns/barna.

 • Fæðingarvottorð barns/barna og þýðing löggilds skjalaþýðanda ef við á.

 • Erlent sakavottorð og þýðing löggilds skjalaþýðanda, ef barnið var 15 ára eða eldra þegar það fluttist til landsins.

 • Samþykki forsjáraðila (ef báðir foreldrar fara með forsjá barns).

 • Forsjárgögn (ef aðeins annað foreldri fer með forsjá barns).

 • Samþykki barns á aldrinum 12–18 ára.

Ekki þarf að klára umsókn um ríkisborgararétt í einum rykk, hægt er að gera hlé á útfyllingu og halda áfram þegar þér hentar.

Þjónustuaðili

Útlend­inga­stofnun