Fara beint í efnið

Ekki er hægt að klára umsókn nema afrit af öllum umbeðnum gögnum fylgi með sem viðhengi á pdf sniði.

Athugið að sum fylgigögn þarf einnig að leggja fram hjá Útlendingastofnun á pappírsformi. Frumgögn er hægt að senda í bréfpósti til Útlendingastofnunar eða skila í þar til gerðan skilakassa í anddyri Útlendingastofnunar að Dalvegi 18 í Kópavogi.

Ef þú telur að einhver nauðsynleg fylgigögn umsóknar þinnar liggi þegar inni hjá Útlendingastofnun, þá biðjum við þig um að fá það staðfest með því að hafa samband áður en umsókn er send inn.

Viðbótargögn fyrir börn

Ef þú sækir einnig um fyrir barn þitt sem er yngra en 18 ára þarftu að skila eftirfarandi gögnum fyrir barnið.

Undanþága frá skilyrði um framvísun gagna

Útlendingastofnun er heimilt að víkja frá skilyrðum varðandi framvísun gagna frá heimaríki eða fyrra dvalarríki ef aðstæður umsækjanda eru óvenjulegar eða ríkar sanngirnisástæður mæla með því. Undanþáguheimildin er ætluð umsækjendum sem er ómögulegt aðstöðu sinnar vegna að útvega fullnægjandi gögn um auðkenni eða fullnægjandi sakavottorð. Sem dæmi má nefna flóttafólk sem hlotið hefur alþjóðlega vernd sökum ofsókna af hálfu stjórnvalda í heimaríki eða flóttafólk frá stríðshrjáðum svæðum þar sem innviði skortir. Til að undanþágan eigi við þarf umsækjandi að uppfylla önnur skilyrði laganna fyrir veitingu ríkisborgararéttar.

Sækja um ríkisborgararétt

Þjónustuaðili

Útlend­inga­stofnun