Fara beint í efnið

Með umsókn skulu fylgja öll gögn og vottorð sem Útlendingastofnun gerir kröfu um, til staðfestingar á því að umsækjandi uppfylli skilyrði sem fram koma í lögum og reglugerðum og öðrum stjórnvaldsfyrirmælum.

Mikilvægt er að fylgigögn umsókna séu á því formi sem Útlendingastofnun gerir kröfu um og staðfest með þeim hætti sem stofnunin metur nauðsynlegan.

Almennt er gerð krafa um að fylgigögn umsóknar séu lögð fram í lögformlega staðfestu frumriti eða staðfestu afriti. Ef skjöl eru ekki á ensku eða norrænu tungumáli þarf löggilt þýðing að fylgja með þeim.

Helstu kröfur útskýrðar

Sækja um ríkisborgararétt

Þjónustuaðili

Útlend­inga­stofnun