Ekki er hægt að klára umsókn nema afrit af öllum umbeðnum gögnum fylgi með sem viðhengi á pdf sniði.
Athugið að sum fylgigögn þarf einnig að leggja fram hjá Útlendingastofnun á pappírsformi. Frumgögn er hægt að senda í bréfpósti til Útlendingastofnunar eða skila í þar til gerðan skilakassa í anddyri Útlendingastofnunar að Dalvegi 18 í Kópavogi.
Ef þú telur að einhver nauðsynleg fylgigögn umsóknar þinnar liggi þegar inni hjá Útlendingastofnun, þá biðjum við þig um að fá það staðfest með því að hafa samband áður en umsókn er send inn.
Senda þarf afrit af síðum með persónuupplýsingum, rithandarsýnishorni og öllum stimplum.
Vottorðið er hægt að panta rafrænt hjá Þjóðskrá, sjá búsetutímavottorð.
Umsækjandi þarf að leggja fram sakavottorð frá öllum ríkjum sem hann hefur verið búsettur í frá 15 ára aldri, sem er sakhæfisaldur á Íslandi, sjá nánar í skilyrðum.
Sakavottorð þarf að leggja fram í lögformlega staðfestu frumriti. Ef sakavottorð er á öðru tungumáli en ensku eða Norðurlandamáli þarf einnig að skila löggiltri skjalaþýðingu þess, sjá kröfur til skjala.
Vottorðið þarf einnig að berast Útlendingastofnun á pappírsformi.
Gögn til staðfestingar á að umsækjandi hafi næg fjárráð til að framfleyta sér löglega á Íslandi, sjá nánar í skilyrðum.
Senda þarf afrit af staðgreiðsluyfirliti launa síðustu 12 mánaða frá Skattinum, launaseðlum eða önnur gögn sem staðfesta fjárráð.
Vottorð um að þú hafir ekki þegið fjárhagsaðstoð (framfærslustyrk) frá þeim sveitarfélögum þar sem þú hefur búið síðastliðin þrjú ár.
Vottorðið má ekki vera eldra en 30 daga gamalt þegar umsókn er lögð inn.
Vottorðið er til staðfestingar á því að ekki séu til staðar gjaldfallnar skattkröfur á kennitölu þína. Þú sækir um vottorðið stafrænt.
Vottorðið þarf að leggja fram í staðfestu afriti af lögformlega staðfestu frumriti, sjá nánar um kröfur til skjala.
Ef vottorðið er á öðru tungumáli en íslensku, ensku eða Norðurlandamáli þarf einnig að skila löggiltri skjalaþýðingu þess, sjá nánar um kröfur til skjala.
Vottorðið þarf einnig að berast Útlendingastofnun á pappírsformi.
Viðbótargögn fyrir börn
Ef þú sækir einnig um fyrir barn þitt sem er yngra en 18 ára þarftu að skila eftirfarandi gögnum fyrir barnið.
Senda þarf afrit af síðum með persónuupplýsingum, rithandarsýnishorni og öllum stimplum.
Vottorðið þarf að leggja fram í staðfestu afriti af lögformlega staðfestu frumriti. Ef vottorðið er á öðru tungumáli en íslensku, ensku eða Norðurlandamáli þarf einnig að skila löggiltri skjalaþýðingu þess, sjá nánar um kröfur til skjala.
Vottorðið þarf einnig að berast Útlendingastofnun á pappírsformi.
Ef aðeins annað foreldri fer með forsjá barns þarf einnig að legga fram gögn til staðfestingar á forsjá.
Ef báðir foreldrar fara með forsjá barns en aðeins annað foreldrið sækir um ríkisborgararétt, þarf að leggja fram samþykki forsjáraðila.
Ef barn er 12 ára eða eldra þarf að legga fram samþykki barns.
Undanþága frá skilyrði um framvísun gagna
Útlendingastofnun er heimilt að víkja frá skilyrðum varðandi framvísun gagna frá heimaríki eða fyrra dvalarríki ef aðstæður umsækjanda eru óvenjulegar eða ríkar sanngirnisástæður mæla með því. Undanþáguheimildin er ætluð umsækjendum sem er ómögulegt aðstöðu sinnar vegna að útvega fullnægjandi gögn um auðkenni eða fullnægjandi sakavottorð. Sem dæmi má nefna flóttafólk sem hlotið hefur alþjóðlega vernd sökum ofsókna af hálfu stjórnvalda í heimaríki eða flóttafólk frá stríðshrjáðum svæðum þar sem innviði skortir. Til að undanþágan eigi við þarf umsækjandi að uppfylla önnur skilyrði laganna fyrir veitingu ríkisborgararéttar.