Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Ef þú hefur misst íslenskt ríkisfang þitt getur þú í ákveðnum tilvikum fengið það veitt aftur.

Fólk sem missti íslenskt ríkisfang fyrir 1. júlí 2003

Ísland heimilaði tvöfalt ríkisfang 1. júlí 2003. Fyrir þann tíma missti íslenskur ríkisborgari íslenskt ríkisfang sitt við veitingu erlends ríkisfangs.

Ef þú fékkst erlent ríkisfang fyrir 1. júlí 2003 og misstir þar með íslenskt ríkisfang þitt, getur þú óskað eftir því við Útlendingastofnun að fá íslenskt ríkisfang á ný. Skilyrði er að þú hafir búið eða dvalið á Íslandi eða átt samskipti við landið sem talin eru nægja til að halda íslensku ríkisfangi. 

Upplýsingar um endurveitingu íslensks ríkisfangs til fólks sem missti íslenskt ríkisfang fyrir 1. júlí 2003

Norrænir ríkisborgarar

Ef þú ert norrænn ríkisborgari og varst áður íslenskur ríkisborgari, getur þú óskað eftir því við Útlendingastofnun að fá íslenskt ríkisfang á ný. Skilyrði er að þú hafir lögheimili á Íslandi.

Upplýsingar um endurveitingu íslensks ríkisfangs til norrænna ríkisborgara.

Fólk sem er fætt og uppalið á Íslandi

Ef þú ert erlendur ríkisborgari, sem fæddist með íslenskan ríkisborgararétt og átti lögheimili á Íslandi samfellt til 18 ára aldurs, getur þú óskað eftir því við Útlendingastofnun að fá íslenskt ríkisfang á ný. Skilyrði er að þú hafir átt lögheimli á Íslandi í tvö ár.

Upplýsingar um endurveitingu íslensks ríkisfangs til fólks sem fæddist íslenskir ríkisborgarar og bjó hér til 18 ára aldurs.

Þjónustuaðili

Útlend­inga­stofnun