Fara beint í efnið

Skuldleysisvottorð einstaklinga og fyrirtækja

Umsókn um skuldleysisvottorð

  • Áður en skuldleysisvottorð er sótt mælum við með því að skoða stöðu við ríkissjóð og stofnanir. Aðeins er hægt að sækja vottorðið ef staðan er 0kr.

  • Til þess að fá skuldleysisvottorð þarf að greiða alla gjaldfallna skatta og gjöld. Athugið að kröfur geta verið gjaldfallnar þó þær séu ekki komnar á eindaga og geta komið í veg fyrir afgreiðslu vottorðsins.

Vottorðið staðfestir að ekki séu til staðar gjaldfallnar skattkröfur á kennitölu einstaklinga og fyrirtækja.

  • Vottorðið er á íslensku.

Ítarlegri upplýsingar um hreyfingar og stöðu einstaklinga og lögaðila við ríkissjóð má finna undir flokknum fjármál á Mínum síðum

Fyrirtæki

Til þess að sækja vottorð fyrir fyrirtæki eða lögaðila þá þarf innskráður notandi að vera skráður prókúruhafi fyrirtækis í fyrirtækjaskrá Skattsins.

Umsókn um skuldleysisvottorð

Þjónustuaðili

Skatt­urinn