Útlendingastofnun: Ríkisborgararéttur
Er sakavottorð eina fylgigagnið sem ég þarf að fá frá heimaríki mínu við umsókn um ríkisborgararétt?
Í sumum tilfellum er sakavottorð eina fylgigagnið sem þarf frá heimaríki þegar sótt er um ríkisborgararétt.
Í öðrum tilvikum gæti þurft að skila inn fleiri gögnum frá heimaríki, til dæmis:
Ef gilt vegabréf er ekki til staðar þarf einnig að skila inn fæðingarvottorði.
Ef hjúskapur hefur stofnast í heimaríki og sótt er um ríkisborgararétt sem maki þarf einnig að skila hjónavígsluvottorði.
Ef sótt er um ríkisborgararétt fyrir barn þarf einnig að skila inn fæðingarvottorði þeirra. Ef annað foreldri fer eitt með forsjá þarf einnig að skila inn forsjárgögnum.
Fæðingarvottorð þarf að leggja fram í staðfestu afriti af lögformlega staðfestu frumriti. Ef vottorðið er á öðru tungumáli en íslensku, ensku eða Norðurlandamáli þarf einnig að skila löggiltri skjalaþýðingu þess. Vottorðið þarf einnig að berast Útlendingastofnun á pappírsformi.
Nánar um fylgigögn umsókna um íslenskan ríkisborgararétt og kröfur til skjala.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?