Fara beint í efnið

Hvaða gögn þarf ég að leggja fram með umsókn um að halda íslenskum ríkisborgararétti?

Til að sækja um að halda íslenskum ríkisborgararétti þarft þú að leggja fram:

  1. Umsókn í frumriti.

  2. Afrit af vegabréfi þínu ásamt rithandarsýnishorni.

  3. Afrit af vegabréfi íslensks foreldris.

  4. Staðfest afrit af frumriti fæðingarvottorðs.

  5. Staðfest afrit eða frumrit þýðingar löggilds skjalaþýðanda á fæðingarvottorði, ef við á.

  6. Staðfest afrit fæðingarvottorðs íslensks foreldris.

  7. Staðfest afrit af hjúskaparvottorði íslensks foreldris, ef við á.

  8. Staðfest afrit eða frumrit þýðingar löggilts skjalaþýðanda á hjúskaparvottorði íslensks foreldris, ef við á.

  9. Yfirlýsing íslensks foreldris um hvort tekið hafi verið upp erlent ríkisfang.

  10. Búsetuvottorð frá norrænu ríki, ef við á.

  11. Upplýsingar frá tveimur einstaklingum búsettum á Íslandi um tengsl þín við landið.

  12. Önnur gögn sem staðfesta tengsl þín við landið.

Ef umsækjandi er yngri en 18 ára þarf einnig að leggja fram eftirfarandi gögn:

  1. Samþykki forsjáraðila.

  2. Forsjárgögn.

  3. Samþykki barns á aldrinum 12-18 ára.

Nánari upplýsingar um skilyrði og fylgigögn er að finna á síðunni Umsókn um að halda íslenskum ríkisborgararétti.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

Útlendingastofnun

Þjónustuver

Afgreiðslan er opin 9 - 14 alla virka daga Þjónustuverið er opið mán - fim: 9 - 14 & fös 9 - 12

Dalvegur 18, 201 Kópavogi (sjá kort)

Netspjall

Sendu okkur línu

Sími +354 444 0900