Útlendingastofnun: Ríkisborgararéttur
Hvaða gögn þarf ég að leggja fram með umsókn um að halda íslenskum ríkisborgararétti?
Til að sækja um að halda íslenskum ríkisborgararétti þarft þú að leggja fram:
Umsókn í frumriti.
Afrit af vegabréfi þínu ásamt rithandarsýnishorni.
Afrit af vegabréfi íslensks foreldris.
Staðfest afrit af frumriti fæðingarvottorðs.
Staðfest afrit eða frumrit þýðingar löggilds skjalaþýðanda á fæðingarvottorði, ef við á.
Staðfest afrit fæðingarvottorðs íslensks foreldris.
Staðfest afrit af hjúskaparvottorði íslensks foreldris, ef við á.
Staðfest afrit eða frumrit þýðingar löggilts skjalaþýðanda á hjúskaparvottorði íslensks foreldris, ef við á.
Yfirlýsing íslensks foreldris um hvort tekið hafi verið upp erlent ríkisfang.
Búsetuvottorð frá norrænu ríki, ef við á.
Upplýsingar frá tveimur einstaklingum búsettum á Íslandi um tengsl þín við landið.
Önnur gögn sem staðfesta tengsl þín við landið.
Ef umsækjandi er yngri en 18 ára þarf einnig að leggja fram eftirfarandi gögn:
Samþykki forsjáraðila.
Forsjárgögn.
Samþykki barns á aldrinum 12-18 ára.
Nánari upplýsingar um skilyrði og fylgigögn er að finna á síðunni Umsókn um að halda íslenskum ríkisborgararétti.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?