Útlendingastofnun: Ríkisborgararéttur
Hvaða skilyrði eru fyrir að halda ríkisborgararétti?
Til að geta sótt um að halda íslenskum ríkisborgararétti þarft þú:
að vera yngri en 22 ára og
hafa búið eða dvalið á Íslandi eða átt samskipti við landið sem talin eru nægja til að halda íslensku ríkisfangi.
Ef þú hefur búið í Noregi, Danmörku, Finnlandi eða Svíþjóð í minnst 7 ár gildir sú búseta til jafns við lögheimili á Íslandi og þú þarft ekki að sýna sérstaklega fram á að hafa dvalið eða búið á Íslandi eða átt samskipti við landið sem eru talin nægja til að halda íslensku ríkisfangi.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?