Fara beint í efnið

Hvernig geta börn öðlast íslenskt ríkisfang?

Það fer eftir tengslum barnsins við Ísland hvernig það öðlast íslenskan ríkisborgararétt. Í fæstum tilfellum þarf að senda inn almenna umsókn um ríkisborgararétt heldur dugir yfirleitt að senda tilkynningu til Útlendingastofnunar.

  • Ungmenni á aldrinum 18-20 ára sem búið hafa samfellt á Íslandi frá 13 ára aldri dugir að senda tilkynningu til Útlendingastofnunar.

  • Börn eða ungmennni án ríkisfangs eða með vernd sem hafa haft fasta búsetu og dvalist hér á landi samfellt í að minnsta kosti þrjú ár dugir að lögð sé fram tilkynning af hálfu forsjáraðila.

  • Um börn íslenskra ríkisborgara gilda aðrar reglur sem ráðast þá af stöðu foreldris eða foreldra barnsins hér á landi sem og hvenær og hvar barnið fæddist.

  • Íslenskir ríkisborgarar sem fæddir eru erlendis og hafa aldrei átt lögheimili á Íslandi né búið eða dvalið hér á landi geta misst ríkisfangið við 22 ára aldur og þurfa því að óska sérstaklega eftir því að halda íslenska ríkisfanginu.

Tilkynningar og beiðnir eru einfaldari í afgreiðslu en almennar umsóknir og því mælum við með því að þú kannir fyrst hvort það eigi við um þig.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

Útlendingastofnun

Þjónustuver

Afgreiðslan er opin 9 - 14 alla virka daga Þjónustuverið er opið mán - fim: 9 - 14 & fös 9 - 12

Dalvegur 18, 201 Kópavogi (sjá kort)

Netspjall

Sendu okkur línu

Sími +354 444 0900