Útlendingastofnun: Ríkisborgararéttur
Hvernig legg ég fram viðbótargögn eftir að ég hef skilað umsókninni minni um ríkisborgararétt?
Viðbótargögnum, sem ekki þurfa að vera í frumriti, má skila með tölvupósti á utl@utl.is. Það er ekki hægt að senda viðbótargögn gegnum stafrænu umsóknarferlið eftir að umsókn hefur verið skilað.
Þeim gögnum sem þú þarft að skila í frumriti á pappír getur þú skilað til Útlendingastofnunar að Dalvegi 18 í Kópavogi ýmist með pósti, í skilakassa í anddyri eða afhent þau í afgreiðslu.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?