Fara beint í efnið

Get ég skilað öllum gögnum með umsókn um ríkisborgararétt rafrænt?

Flest gögn nægir að leggja fram með rafrænum hætti. Erlendum sakavottorðum og fæðingarvottorði barna þarf þó einnig að skila á pappírsformi.

Sakavottorð þarf að leggja fram í lögformlega staðfestu frumriti. Ef sakavottorð er á öðru tungumáli en ensku eða Norðurlandamáli þarf einnig að skila löggiltri skjalaþýðingu þess.

Fæðingarvottorð þarf að leggja fram í staðfestu afriti af lögformlega staðfestu frumriti. Ef vottorðið er á öðru tungumáli en íslensku, ensku eða Norðurlandamáli þarf einnig að skila löggiltri skjalaþýðingu þess.

Nánar um fylgigögn umsókna um íslenskan ríkisborgararétt og kröfur til skjala.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

Útlendingastofnun

Þjónustuver

Afgreiðslan er opin 9 - 14 alla virka daga Þjónustuverið er opið mán - fim: 9 - 14 & fös 9 - 12

Dalvegur 18, 201 Kópavogi (sjá kort)

Netspjall

Sendu okkur línu

Sími +354 444 0900