Útlendingastofnun: Ríkisborgararéttur
Hvort má ég vera erlendis í 3 eða 18 mánuði án þess að það hafi áhrif á umsókn um íslenskan ríkisborgararétt?
Almennt má vera 3 mánuði í burtu án þess að hafa áhrif á umsókn um íslenskan ríkisborgararétt. Hins vegar fyrir lengri tíma þarf að skoða undanþágur frá samfelldri dvöl.
Búseta telst samfelld ef þú dvelur ekki lengur en 90 daga samtals erlendis á hverju 12 mánaða tímabili.
Ef samfelld dvöl erlendis er lengri en 90 dagar á 12 mánaða tímabili þá dregst hún öll frá búsetutímanum sem þú þarft að uppfylla til að mega sækja um.
Athugið að umsækjandi verður að fullnægja skilyrði um sjö ára dvöl áður en sótt er um íslenskan ríkisborgararétt, þrátt fyrir að fá undanþágu frá skilyrðinu um samfellda búsetu.
Í stað þess að dvöl erlendis sé dregin frá dvalartímanum á Íslandi er hann stöðvaður ef undanþágan er samþykkt. Þá þarf enn að hafa dvalið á Íslandi í sjö ár í heildina.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?