Útlendingastofnun: Ríkisborgararéttur
Hvaða undantekningar eru frá íslenskuprófi fyrir umsækjendur um ríkisborgararétt?
Útlendingastofnun er heimilt að veita umsækjanda um íslenskan ríkisborgararétt undanþágu frá skilyrðinu um að hafa staðist próf í íslensku ef talið er ósanngjarnt að gera þá kröfu. Það getur meðal annars átt við ef:
Umsækjandi er 65 ára eða eldri og hefur átt lögheimili hér á landi síðustu 7 ár áður en umsókn er lögð fram.
Umsækjandi getur staðfest með læknisvottorði eða öðrum viðeigandi vottorðum sérfræðings á viðkomandi sviði að honum sé ekki unnt að gangast undir próf af alvarlegum líkamlegum eða andlegum ástæðum.
Umsækjandi er í íslenskum grunnskóla eða undir grunnskólaaldri.
Umsækjandi getur staðfest með viðhlítandi vottorði frá íslenskum skóla að hann hafi færni sem samsvarar þeim kröfum sem gerðar eru í 4. grein reglugerðar um próf í íslensku fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt:
Að geta bjargað sér við daglegar aðstæður í skóla, vinnu og einkalífi.
Að geta bjargað sér við óvæntar aðstæður.
Að hafa öðlast nægilegt vald á orðaforða til að geta tekið þátt í umræðum um kunnugleg málefni.
Að geta skilið einfaldar samræður milli manna.
Að geta lesið stutta texta á einföldu máli um kunnugleg efni.
Að geta skrifað stuttan texta á einföldu máli um kunnugleg efni.
Að geta greint aðalatriði í ljósvakamiðlum, sjónvarpi og útvarpi, þegar um kunnugleg efni er að ræða.
Umsækjandi sem telur sig falla undir undanþágu verður að leggja fram gögn því til stuðnings, til dæmis læknisvottorð eða vottorð um skólagöngu.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?