Fara beint í efnið

Er í lagi að ég leggi inn umsókn um ríkisborgararétt þótt ekki séu alveg komin þrjú ár síðan ég fékk fjárhagsaðstoð sveitarfélags?

Til þess að uppfylla skilyrði fyrir veitingu ríkisborgararéttar þurfa að vera liðin 3 ár frá því þú fékkst síðast fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi.

Þú uppfyllir skilyrðið ef 3 ár eru liðin á þeim tímapunkti þegar umsókn er tekin til afgreiðslu. Ekki er nauðsynlegt að þrjú ár hafi verið liðin þegar umsóknin var lögð inn.

Útlendingastofnun mælir þó ekki með því að umsóknir séu lagðar fram fyrr en umsækjendur telja sig uppfylla öll skilyrði þar eð ekki er hægt að áætla nákvæmlega hvenær umsókn verður tekin til afgreiðslu. Umsókn sem ekki uppfyllir öll skilyrði verður synjað.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

Útlendingastofnun

Þjónustuver

Afgreiðslan er opin 9 - 14 alla virka daga Þjónustuverið er opið mán - fim: 9 - 14 & fös 9 - 12

Dalvegur 18, 201 Kópavogi (sjá kort)

Netspjall

Sendu okkur línu

Sími +354 444 0900