Útlendingastofnun: Ríkisborgararéttur
Ég hef áður sótt um ríkisborgararétt, þarf ég að leggja fram öll gögn aftur?
Ef þú hefur áður lagt fram fullnægjandi gögn þarftu ekki að leggja fram öll gögn aftur. Eftirfarandi gögn þarftu að leggja fram með nýrri umsókn:
Búsetutímavottorð
Vottorð um að þú hafir ekki þegið fjárhagsaðstoð (framfærslustyrk) frá þeim sveitarfélögum þar sem þú hefur búið síðastliðin 3 ár.
Vottorðið má ekki vera eldra en 30 daga gamalt þegar umsókn er lögð inn.
Afrit af staðgreiðsluyfirliti launa síðustu 12 mánaða frá Skattinum, launaseðlum eða önnur gögn sem staðfesta fjárráð.
Nýju staðfestu afriti skattframtals ef við á.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?