Útlendingastofnun: Ríkisborgararéttur
Má ég skulda banka en ekki skattinum?
Já. Á meðal skilyrða þess að fá íslenskan ríkisborgararétt er að ekki hafi verið gert hjá þér árangurslaust fjárnám síðastliðin þrjú ár, að bú þitt hafi ekki verið tekið til gjaldþrotaskipta og að þú sért ekki í vanskilum með skattgreiðslur.
Þetta kemur ekki í veg fyrir að þú skuldir banka, til dæmis vegna yfirdráttar eða húsnæðisláns, eða öðrum lánastofnunum eins og Menntasjóði námsmanna.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?