Fara beint í efnið

Hvernig sæki ég um ríkisborgararétt fyrir barnið mitt?

Ef þú ert að sækja um ríkisborgararétt getur þú sótt um fyrir barnið þitt sem er yngra en 18 ára á sama tíma með sömu umsókn. Umsóknarferlið er rafrænt.

Ef barnið þitt er á aldrinum 18-20 ára nægir hugsanlega að senda Útlendingastofnun tilkynningu um að það vilji öðlast íslenskan ríkisborgararétt í stað umsóknar.

Sérstakar reglur gilda einnig um börn eða ungmenni sem eru ríkisfangslaus eða hafa fengið alþjóðlega vernd og börn íslenskra ríkisborgara.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

Útlendingastofnun

Þjónustuver

Afgreiðslan er opin 9 - 14 alla virka daga Þjónustuverið er opið mán - fim: 9 - 14 & fös 9 - 12

Dalvegur 18, 201 Kópavogi (sjá kort)

Netspjall

Sendu okkur línu

Sími +354 444 0900