Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Útlendingastofnun Forsíða
Útlendingastofnun Forsíða

Útlendingastofnun

Dvalarleyfiskort afhent í Hagkaup

20. janúar 2026

Hægt að sækja kort allan sólarhringinn alla daga vikunnar

Útlendingastofnun hefur hafið samstarf við Hagkaup í Skeifunni um afhendingu dvalarleyfiskorta.

Samstarfið bætir þjónustu við dvalarleyfishafa til mikilla muna þar sem Hagkaup í Skeifunni er opið allan sólarhringinn, alla daga vikunnar (sjá staðsetningu).

Hverjir geta sótt dvalarleyfiskort í Hagkaup

Þú getur aðeins sótt dvalarleyfiskortið þitt í Hagkaup ef

  • þú mættir í myndatöku fyrir dvalarleyfiskort hjá Útlendingastofnun og

  • þú ert ekki með gilt dvalarleyfiskort í fórum þínum.

Mikilvægar upplýsingar

  • Þú þarft að sækja kort innan 7 daga frá því að þú færð tilkynningu um að kortið þitt bíði þín í Hagkaup.

  • Ef þú sækir kortið ekki innan þess tíma verður það sent til Útlendingastofnunar, Dalvegi 18, til afhendingar.

  • Þú þarft sjálf/sjálfur að sækja kortið þitt og kort barna í þinni forsjá.

  • Þú getur ekki veitt öðrum aðila umboð til að sækja dvalarleyfiskort fyrir þína hönd.

Hverjir geta ekki sótt dvalarleyfiskort í Hagkaup

Myndataka hjá sýslumannsembætti

Ef þú fórst í myndatöku hjá sýslumannsembætti sækir þú kortið þitt til þess embættis þar sem myndatakan fór fram. Þú getur óskað eftir að sækja kortið í Hagkaup en slík beiðni þarf að berast með góðum fyrirvara áður en kortið er framleitt.

Þú átt gilt dvalarleyfiskort

Ef þú hefur í fórum þínum dvalarleyfiskort sem er í gildi þarftu að sækja nýja dvalarleyfiskortið til Útlendingastofnunar eða sýslumannsembættisins þar sem þú fórst í myndatöku og skila eldra korti í leiðinni.

Hvernig veit ég hvert ég á að sækja kortið mitt

Þegar kortið þitt er tilbúið til afhendingar færðu sendan tölvupóst með upplýsingum um hvert þú átt að sækja það.