Stöndum vörð um öll börn
Barna- og fjölskyldustofa sinnir verkefnum í þágu velferðar barna um allt land. Hlutverk BOFS er að veita og styðja við þjónustu í samræmi við bestu þekkingu og reynslu á hverjum tíma.
Öllum börnum á að líða vel
Öll börn eiga rétt á að fá þá þjónustu sem þau þurfa, þegar á þarf að halda. Þessi réttur er kallaður samþætting þjónustu í þágu farsældar barna.
Barnavernd
Barna- og fjölskyldustofa styður við þjónustu í þágu barna með því að vinna að samhæfingu og eflingu barnaverndarstarfs um allt land.
Barnahús
Barnahús sinnir málefnum barna sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðisofbeldi, líkamlegu ofbeldi eða heimilisofbeldi.
Fóstur
BOFS veitir upplýsingar um hlutverk fósturforeldra og réttindi fósturbarna auk ráðgjafar vegna fósturráðstafana fyrir barnaverndarþjónustur.
Ráðgjöf
Sérfræðingar BOFS veita margvíslega ráðgjöf og upplýsingar fyrir starfsfólk sem vinnur með börnum og fjölskyldum.
Handbók farsældar er komin út.
Farsældarsvið Barna- og fjölskyldustofu hefur í samvinnu við Mennta- og barnamálaráðuneytið og UNICEF á Íslandi útbúið handbók um innleiðingu farsældar.
Samvinna eftir skilnað – barnanna vegna!
Það er með mikilli ánægju sem við tilkynnum að verkefni Samvinnu eftir skilnað (SES) eru komin til Barna- og fjölskyldustofu.