Farsæld barna
Öll börn og foreldrar eiga rétt á að fá þá þjónustu sem þau þurfa, þegar á þarf að halda. Til þess að styðja við að þau fái rétta þjónustu, frá réttum aðilum á réttum tíma geta þau óskað eftir samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Hugtakið farsæld vísar í aðstæður þar sem barn getur náð fullum þroska og heilsu á eigin forsendum.
BOFS styður við samþættingu þjónustu með leiðbeiningum og stuðningsefni fyrir þá sem þjónusta börn og foreldra, auk upplýsinga til barna og foreldra þeirra.
Helstu hugtök um farsæld
Á vefnum Farsæld barna er kynning á lykilhugtökum.
Lestu nánar um farsæld
Ráðgjöf BOFS
Ráðgjafar Barna- og fjölskyldustofu veita fagaðilum sem vinna með börnum upplýsingar og ráðgjöf.