Innskráning með rafrænum skilríkjum – leiðbeiningar
Notendur getur valið úr þremur leiðum til að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum:
Með auðkennisappinu.
Auðkenning sem ekki krefst íslensks símkorts.Auðkenning með skilríki á korti.
Notandi tengir sérstakt auðkenniskort sitt við eigin tölvu með uppsettum hugbúnaði fyrir auðkenningu.
Innskráning með aðgangslykli í Ísland.is appinu
Í Ísland.is appinu er hægt að nota aðgangslykil (e. passkey) til að skrá sig inn á vefsvæði sem reiða sig á Innskráningarþjónustu Ísland.is, til dæmis Mínar síður og Umsóknarkerfi.
Aðgangslyklar eru örugg og þægileg leið til að flakka á milli þessara lausna án lykilorða eða rafrænna skilríkja. Aðgangslykill er stafrænt auðkenni sem vistað er í tækinu þínu, eins og síma eða tölvu, og notar lífkenni (andlitsskanna eða fingrafar) eða PIN-númer til að staðfesta innskráningu.
Til að virkja aðgangslykil fylgir þú eftirfarandi skrefum:
Undir Stillingum í Ísland.is appinu veldur þú Búa til aðgangslykil.
Við það opnast gluggi sem hjálpar notandanum að búa til lykilinn.
Það fer eftir tæki notandans hvernig uppsetningin fer fram. Vinsamlegast fylgið leiðbeiningum tækisins.
Næst þegar notandi velur aðgerð í appi sem flytur hann á læst vefsvæði getur hann auðkennt sig með aðgangslykli í stað þess að innskrá sig með rafrænum skilríkjum.
Við útskráningu í appinu eyðist aðgangslykillinn.
Athugið að þessi möguleiki er í innleiðingu og því ekki aðgengilegur öllum eins og er.
