Ísland.is samfélagið
Ísland.is samfélagið er vettvangur og verkfærakista fyrir stafræna vegferð opinberra aðila og fjölmarga samstarfsaðila þeirra. Hér mætast einstaklingar með mismunandi bakgrunn og starfssvið til að fræðast um mismunandi hlutverk og ábyrgð innan Ísland.is samfélagsins.
Hér er að finna upplýsingar á fjölbreyttu formi um markmið, hlutverk og sögu Stafræns Íslands ásamt verkferlum varðandi efnisvinnslu, hönnun og aðgengi. Þá er hér aðgangur að þróunar og tæknistefnu Ísland.is og allt um það hvernig á að þróa hugbúnað með Stafrænu Íslandi. Stafræni skólinn býður upp á námskeið í stafrænni færni og Stafræna spjallið sýnir fróðleik um stafræna umbreytingu á mannamáli.
Stafræni skólinn
Stafrænin skóli Ísland.is heldur námskeið fyrir samstarfsaðila Stafræns Íslands. Markmiðið er að valdefla starfsfólk stofnana og undirbúa teymi fyrir verkstýringu stafrænna verkefna.
Stafræna spjallið
Í Stafræna spjallinu ræðum við stafræna umbreytingu á mannamáli ef svo má að orði komast. Markmiðið er að auka skilning og opna augu okkar fyrir þeim tækifærum sem leynast í stafrænni þróun.
Áhrifavaldar
Leiðarljós Stafræns Íslands er að einfalda líf fólks en þar er upplifun notenda lykilatriði. Viltu vera áhrifavaldur á stafræna þjónustu hins opinbera og taka þátt í að prófa tæknilausnir Stafræns Íslands áður en þær eru gefnar út?
Þverfagleg teymi
20 teymi eru hluti af rammasamningi Stafræns Íslands um þverfagleg hugbúnaðarteymi.
Handbók vefstjóra
Ábyrð vefstjóra, uppsetning og breytingar á efni, algengar villur og fleira gagnlegt við efnisvinnslu Ísland.is.
Þróunarhandbók
Hér finnur þú allar upplýsingar sem þarf til að þróa hugbúnað í samstarfi með Stafrænu Íslandi.
Stafræn Ísland
Stafrænt Ísland aðstoðar opinbera aðila við að bæta stafræna þjónustu við almenning. Öll verkefni eru unnin út frá stafrænum viðmiðum með faglega nálgun að leiðarljósi. Nánar um markmið og verklag hér.
Óskalisti þjóðarinnar
Hvað skiptir þig mestu máli? Vilt þú hafa áhrif á framtíð opinberrar þjónustu á Íslandi og einfalda líf fólks? Er einhver opinber þjónusta sem þér finnst að ætti að vera aðgengileg á Ísland.is?
Segðu þína sögu
Sendu okkur þína sögu af þjónustu hins opinbera.
Ferli innan Stafræns Íslands
Yfirlit yfir helstu ferli hjá Stafrænu Íslandi. Hér getur þú fundið yfirlit yfir helstu ferli sem unnið er eftir allt frá verkefnastjórnun til útgáfu og þróunar.
Leiðbeiningarmyndbönd Ísland.is
Leiðbeiningarmyndbönd fyrir notendur Ísland.is og Mínar síður Ísland.is. Myndböndin verður að finna hjá hverri þjónustu en á þessari síðu safnað saman öllum þeim leiðbeiningarmyndböndum sem framleidd verða.