Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Stafrænt Ísland Forsíða
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Hvað eru rafræn skilríki?

Rafræn skilríki gera þér kleift að sanna hver þú ert á netinu. Þannig getur þú notað rafræna þjónustu á öruggan hátt og tryggt að aðrir hafi ekki aðgang að þínum persónulegu upplýsingum.

Með rafrænum skilríkjum getur þú meðal annars:

  • auðkennt þig á netinu

  • sótt um þjónustu og réttindi hjá hinu opinbera í gegnum Mínar síður á Ísland.is

  • sent inn gögn og staðfest upplýsingar

  • undirritað umsóknir og skjöl rafrænt


Auðkenni gefur út og er þjónustuaðili rafrænna skilríkja á Íslandi.