Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Stafrænt Ísland Forsíða
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Ráðgjöf

Ráðgjöf

Stafrænt Ísland styður við opinberar stofnanir við að bæta stafræna þjónustu með því að gera hana skýrari, einfaldari og skilvirkari fyrir notendur og starfsfólk.

Efling stafrænnar þjónustu er eitt af forgangsverkefnum stjórnvalda og stafræn samskipti nú skilgreind sem meginsamskiptaleið almennings og hins opinbera.

Ráðgjöf frá verkefnastofunni miðar að því að efla stofnanir og ráðuneyti í þeirra stafrænu vegferð. Hvort sem það er að komast af stað eða hraða verkefnum sem þegar eru hafin.

Stofnanir geta óskað eftir aðkomu Stafræns Íslands að verkefnum sem styðja við auknar áherslur þeirra á stafræn samskipti, aukna sjálfvirkni og uppbyggingu stafrænna innviða. Teymi Stafræns Íslands býr yfir reynslu og þekkingu sem nýst getur stofnunum og opinberum aðilum á fjölþættan hátt.

Verkefnastofan liðsinnir meðal annars við:

  • greiningarverkefni

  • þróun vegvísa sem kortleggja og forgangsraða stafrænum skrefum stofnana

  • innleiðingar

  • breytingastjórnun

Verkefni eru valin og þeim forgangsraðað eftir metnum ávinningi þeirra.

Þá býður Stafrænt Ísland einnig upp á fræðslu og símenntun fyrir stjórnendur og starfsfólk um lykilþætti og þróun stafrænnar þjónustu.

Ráðgjöf og fræðsla á vegum Stafræns Íslands er stofnunum að kostnaðarlausu.

Lesa meira um samstarf við Stafrænt Ísland.

Lesa meira um fræðslu og símenntun hjá Stafrænu Íslandi.