
Breytingar á örorku- og endurhæfingargreiðslum
Breytingar á örorku- og endurhæfingargreiðslum taka gildi 1. september 2025. Kynntu þér þín réttindi.

Reiknivél lífeyris
Í reiknivélinni getur þú sett inn mismunandi forsendur og séð hvernig það hefur áhrif á mögulegar greiðslur þínar á yfirstandandi ári.
Fréttir og tilkynningar
Aðgangur að Mínum síðum TR með íslykli lokar 20. mars
Nú er ekki lengur hægt að opna Mínar síður TR með íslykli. Þessi ákvörðun er tekin vegna þess að ekki er lengur hægt að styðja við notkun íslykils á Ísland.is vegna alvarlegra veikleika og mikilvægi öruggrar innskráningar. Lokun íslykils er nauðsynleg til að tryggja öryggi viðkvæmra gagna þeirra sem nota þjónustu TR.
Nýtt símkerfi tekið í notkun
Við höfum tekið í notkun nýtt símkerfi með það að markmiði að bæta enn frekar símsvörun og stytta biðtíma þegar hringt er til okkur. Þetta er liður í umbótastarfi Tryggingastofnunar, en til okkar leita fjölmargir símleiðis til að fá aðstoð og upplýsingar. Sem dæmi bárust rúmlega 67.000 símtöl árið 2023 til TR eða um 5.500 á mánuði að jafnaði. Mikilvægt er fyrir okkur að hafa öflugt símkerfi til að sinna viðskiptavinum okkar sem best. Í kjölfar innleiðingarinnar geta orðið einhverjar tafir fyrstu dagana og biðjum við viðskiptavini um að sýna okkur þolinmæði.